23.2.05

Nú er ég gengin af trúnni.
Það er að segja, ég er gengin af þeirri trú að maður þurfi stundum að hafa það slæmt til að geta haft það gott inn á milli. Það reyndi maður að nota þessa rökheimsku á mig í morgun, og ég áttaði mig á því sjálfri mér til skelfingar að ég trúði þessu einu sinni.

Nei, dramarúnkið er úrelt. Ég veit alveg hvenær ég hef það gott án þess. Ólán þarf ekki að rifja upp nema maður þurfi að Pollýannast á einhvern skítinn sem maður hefur sjálfur komið sér í eða heimurinn hendir í mann.
En ég er hætt að vaða í honum viljandi. Betra er að reyna að krækja fyrir ef maður getur.

Þetta var sjálfshjálp og smásálarfræði daxins.

PS. Þessi færsla var hálfgert sjálfsrúnk, en eins og leikstjórinn sagði um daginn, það getur vel verið gaman að rúnki, sérstaklega ef maður stundar það sjálfur.

Engin ummæli: