7.2.05

Er ennþá þunn.
Fór á þorrablót brottfluttra Héraðsbúa, Vopnfirðinga og Borgfirðinga um helgina. Var það skemmtan hin bezta. Hitti þar marga brottflutta hverra tilvist ég var langt komin með að gleyma. Og endurnýjaði kynni mín við Kaptein nokkurn Morgan, sem hefur lengi verið brottfluttur úr mínu lífi. Og þaðan kemur mér þessi tveggjadaga þynnka. Vel þess virði.

Annars er tíðindalítið. Leikritið æfist og æfist. Égsjálf vinn og vinn, aðstoðarleikstýri og aðstoðarleikstýri og horfi og horfi á sjónvarpið þess á milli. Og tala og tala við Rannsóknarskipið í símanum þangað til sýður á línunum.

Allt við það sama, bara.

Og fyrir alla sem ekki eru vaknaðir: Flengibolla!

4 ummæli:

fangor sagði...

áts!

Berglind Rós sagði...

Ég var búin að steingleyma hvað kafteinninn er ljúfur og næstum búin að gleyma hvað það er ljúft að masa fram á nótt. Verð þó að segja að ég skil núna af hverju sumum þóttu við ekki skemmtilegar hérna í gamla daga, við vorum ekki sérlega félagslyndar á þessu balli ;-) En takk fyrir skemmtunina, þetta var með betri kvöldum!

Nafnlaus sagði...

Ertu ennþá þunn eða.....?
Ylfa

Sigga Lára sagði...

Þynnka þróaðist uppí magapest og svo tók við einhver geðveiki í vinnunni. Það kemur meira... alveg bráðum...