Ég er þoli ekki karlmenn í sminkdeildinni í vinnunni minni. Þeir eru verða svo gjörsamlega eins og týndir litlir hvolpar sem ekki vita sitt rjúkandi ráð. Undantekningar á þessu eru þó tvenns konar menn:
a) Fyrrverandi starfsmenn (og reyndar stöku leikhúshundur)
b) Dragdrottningar
Þeir eru eins og heima hjá sér í sminkdeildinni og vita ævinlega hvað þá vantar.
Lítill og týndur strákur frá menntaskólaleikfélagi villtist hingað inn áður en ég var búin að fá kaffi eða sígó í morgun. Grrrr.
Í betri fréttum, Norður-Kóreumenn eru búnir að smíða sér kjarnorkusprengjur. Það finnst mér nú gott hjá þeim, enda eina leiðin til að halda kananum fjarri. Er búin að komast að því að ég held með öllum sem Bush segir vera á "Öxli hins Illa".
Í fréttunum í gærkvöldi heyrði ég líka notuð mörg nojuð lýsingarorð. Norður-Kóreumenn eru "óútreiknanlegir" og það eru "skelfileg tíðindi" að þeir skulu eiga kjarnorkuvopn. Ojæja. Ég held nú alveg vatni. Þjóðin sem mér þykir hvað óútreiknanlegust þessa dagana og hættir aldrei að koma mér á óvart með himinhrópandi heimsku og fávisku (svo sem eins og með síðustu forsetakosningum þar á bæ) á flestar kjarnorkusprengjur í heimi og þarf einhverra hluta vegna ekki að spyrja neinn leyfis. Er aukinhelduri eina þjóðin sem hefur notað þau!
Nú gætu menn kannski sopið hveljur og sagt
"...já en Norður-Kóreumenn stunda svo gasalega mikið af mannréttindabrotum!"
Jiii, vegna þess að Kjarnorkuveldið Góða gerir það ekki? Þar heitir það bara annað. Eða eru það ekki mannréttindi að eiga rétt á sæmilegri heilbrigðisþjónustu og menntun þó maður fæðist ekki með silfurskeið í hægra munnvikinu? Eða að vera ekki skotinn eða stunginn í gengjabardaga ef maður er svo óheppinn að vera staddur einhvers staðar röngu megin við járnbrautarteinana? Eða þurfa ekki að giftast 48 ára frænda sínum þegar maður er 14 ára, sé maður óvart fæddur í einhverju "cult" samfélagi í miðríkjunum?
Svo ég skrifi það einu sinni enn. Það eru fleiri en ein leið til að níðast á þegnum sínum. Ein þeirra er afskiptaleysi og óstjórn.
Ég held að "Öxulveldi hins illa" ættu að drífa sig að kjarnorkuvæðast, öll sem eitt, og sem allra fyrst. Annars kemur ammríski herinn! Og nema hann komi með ógrynni af nælonsokkum og tyggjói þá er nú ekki mikið gaman að hafa svoleiðis pakk heima hjá sér.
Þetta var kommúnismi daxins.
11.2.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Öxulhosan í westri ættað skammast sín. Hnjuff.
Lifi Alþýðulýðveldið Kórea og lengi lifi hinn ástkæri leiðtogi Kim Jong Il!
Fyrir áhugasama er hér opinber heimasíða draumalandsins:
http://www.korea-dpr.com/
Bandaríkjaforseti er auðvitað bara White Trash!!!
Ég er viss um að amma hans hét Betty-May......
Ylfa
Skrifa ummæli