18.2.05

Í morgun var orðið bjart þegar ég vaknaði. Það er alltaf jafn ánægjuleg nýbreytni.

Er andfélaxlega þenkjandi þessa dagana. Og líður bara fantavel með það. Nema þegar ég þarf að vera í vinnunni og ókunnugt fólk þarf að vera að hafa samskipti við mig. Vil helst vera heima á náttfötunum, pjattast í íbúðinni minni, skrifa dót og horfa á sjónvarpið, sama hvað er íðí. Hef huxað mér að halda uppteknum hætti svo lengi sem mér stendur hugur til. Er og verð innipúki.

Komin með krónískt ofnæmi fyrir fólki sem ætlar að sækja um í leiklistarskólann. Hlakka mikið til eftir 3 ár þegar EKKI verður tekið inn. Er aukinheldur að huxa um að stinga uppá að helv... eintalamöppurnar verði gefnar Listaháskólanum til eignar, enda eiga þær miklu betur heima þar. Ef maður huxar útí það, er það Bandalaginu nokkuð til haxbóta að menn streymi í leiklistarnám hvar menn læra að líta niður á oss amatöra? Held ekki. Ættum frekar að hafa sérstaka ráðgjafarskrifstofu sem telur fólk af því að fara í svoleiðis. Yfirskriftin gæti verið: Leiklistarnám, Issssss!

Engin ummæli: