14.2.05

Nú er maður farinn að lifa lífinu!

Sat uppi á mínum hanabjálka, fyrir framan tölvuna og sjónvarpið til skiptis, og stundum bæði í einu, alla helgina. Fyrir utan laugardaxæfingu með Hugleik. Hitti ekki nokkurn einasta mann. Ætlaði á Mementó á sunnudaxkvöld, en gleymdi því þar sem ég var að horfa á heimildarmynd um Kjarval. Er einstaklega endurnærð eftir heimóttarskapinn. Þetta var náttúrulega takmarkið með fjárfestingunni í þessu eðalhúsnæði. Það gerðist meira að segja alveg smávegis á ritvellinum! Já, kraftaverkin gerast alveg.

Svo sá ég eitt fyndið í fréttunum. Menn eru að hafa áhyggjur af því að ef kæmi til kjarnorku-hryðjuverkaárása (sem ég sé reyndar ekki muninn á og bara kjarnorku-árásum) útum alla Evrópu þá yrði EFNAHAGURINN illa úti. Þetta þótti mér stórmerkilegt sjónarmið. Eftir því sem ég best man frá því þegar kjarnorkustríð voru meira í umræðunni, þá voru afleiðingar kjarnorkuárása nú meira og minna þær að flestir væru dauðir, mestallt ónýtt, og svo sæi kjarnorkuveturinn um flesta þá sem eftir tórðu.

Þannig að, þegar örfáir geislavirkir vesalingar sitja eftir í Evrópu, með krabbamein í fimbulkulda, ætli efnahagsmálin verði aðaláhyggjuefnið? Bull erþetta. Það skiptir sem sagt minnstu máli með fólkið, dýrin og húsin. En ef peningarnir lifa ekki af, ÞÁ FYRST erum við í vandræðum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Puhhh. Kapitalistasvín!!!

Nafnlaus sagði...

Haahaahaa!!! Ég sé svona atriði fyrir mér úr Spílberg mynd þar sem Tómas Hanki horfir djúpt í augun á Hallíberrý og segir: Við verðum að finna hlutabréfin! Og það rignir tjöru...

Ásta sagði...

Það er greinilega kominn tími á að endursýna "The Day After" í íslensku sjónvarpi til að hræða lýðinn almennilega á ný. Kannski á næstu jólum?