17.3.05

Afturgöngubúningar...

Var að skoða þessa frétt. Myndin með henni vakti sérstaklega áhuga minn, en ég var lengi að átta mig á því hvað væri svona kunnuglegt við hana. Eftir talsverðar íspökuleríngar áttaði ég mig að því að litlasta dóttir Tevjes, sem situr fremst til vinstri, er í sama búningi og ég brúkaði við framningu sama hlutverks fyrir einum 15 árum síðan. Eins er systirin sem stendur aftast til hægri í búning sem Ragnhildur Rós lék í Tzeitel við sama tækifæri. Fékk mörrrg flössbökk í röð og fiðlaralögin glymja sennilega í hausnum á mér það sem eftir lifir dax.

Erum ummitt að fara í Stykkishólm á bandalaxþing í maí. Obbosslega væri nú skemmtilegt ef hólmarar sýndu okkur þessa sýningu. Hálft þingið myndi reyndar sennilega vera óþolandi og syngja með, hástöfum.

Íbúðin mín hefur fengið hreingerningu og yfirhalningu og er vonandi orðin nokkurn veginn við hæfi barna, enda á ég von á Rannsóknarskipi og Smábát í kvöld eða á morgun. Mikil leikhúshelgi framundan, tvær sýningar á Patataz og svo ætlum við að sjá Klaufana.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Láttu endilega heyra hvernig ykkur líka Klaufarnir