16.3.05

Hvað er hrylló?

Er búin að spekúlera slatta í hryllingsmyndum undanfarin ár. Og þá einkum og sérílagi hvað virkar undantekningalítið til að hræða mann. Er að huxa um að fara í frekari rannsóknarvinnu á því einhverntíma, en hér eru nokkur trix sem virka fyrir mig:

- Litlar stúlkur sem tala með karlmannsrödd. Virkilega krípí, klikkar aldrei.
- Spegilmyndir sem haga sér öðruvísi en sá sem stendur fyrir framan þá. Það er þetta með að á bak við spegilinn sé annar heimur þar sem allt er öfugt. Mjög líklegt að þar búi skrímsl og draugar.
- Draugalegt fólk sem allt í einu er mjög nálægt þegar menn snúa sér við. Þetta er náttúrulega svolítið ódýrt trix, en virkar mjög vel til hræðunar. Sérstaklega er farið er alla leið og draugalega fólkið er alvöru draugar. Helst illir.
- Augu. Ef augun í fólki verða allt í einu alveg hvít eða alveg svört... þá bara veit það aldrei á gott.
- Klukkur sem allt í einu fara með vísana í sitthvora áttina. Mér finnst mjög skerí þegar menn fara að hringla með tímann.
- Grænt slím. Þetta með græna slímið hefur valdið mér miklum vangaveltum. Grænt slím er nefnilega mjög fjölnotað í hryllingsmyndum. Litla stelpan í Exorcist (sem líka talar með karlmannsrödd) gubbar því, og það virðast vera almenn sannindi að geimverur og skrímsli hvers konar hafa grænt slím í stað blóðs. Ég er komin með tvær kenningar um þetta mál.
a) Þetta er horvísun
b) Þetta er andblóð. Grænt, andstæður litur við rautt og þykkt í staðinn fyrir þunnt.
Og svo væri eflaust hægt að vaða út í miklu meiri bókmenntafræði og reyna að komast að því hvenær grænt slím var fyrst notað í hryllings/skrímslamynd... en ég nenni því ekki.

Einhvern tíma langar mig að gera reglulega draugalega hryllingsmynd.

5 ummæli:

Ásta sagði...

Þú tókst ekki Hryllingsbókmenntir á sínum tíma var það (reyndist vera miklu meira um kvikmyndir heldur en bækur nokkurn tímann)? Ó, það sem ég á af bókum og Guðna-greinum sem ég gæti hent í þig rannsóknavinnu þinni til stuðnings... Ættir kannski að bæta því á horrorlistann; draugar afdankaðra bókmenntakúrsa.

Nafnlaus sagði...

Það sem mér finnst ógislegt er þegar einhver ósýnilegur er að fylgjast með eða elta söguhetjurnar og maður heyrir bara hryglukenndan andardrátt....

Nafnlaus sagði...

þú gleymdir rauðu regnkápunum...

Nafnlaus sagði...

Mer hefur alltaf fundist merkilegt hvad hryllingsmyndagerdarfolk hefur lagt mikid i ad eydileggja fyrir mer badherbergi. Badker, sturta, spegill, vaskur - tetta er allt illa yfirfloandi af draugum gamalla hryllingsmynda. Er samsaeri i gangi til ad reyna ad minnka timann sem folk eydir tarna inni?
Agnes

Nafnlaus sagði...

Sammála Agnesi. Þetta er samsæri.