14.3.05

Það er mjög reglulega viðbjóðslega kalt. Jafnt sunnan heiða sem norðan, er búin að gá á báðum stöðum, í dag. Og ég sem var að vona að það væri komið sumar. Skrattans.

Átti annars ljómandi helgi í Norðurlandinu, sá Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu. Er að fara að skrifa nánari úttekt á því á leiklistarvefinn. Drakk líka kaffi hjá fjölda fólks, át súpu með Óliveringum og dvaldi í hreint dásamlegu yfirlæti og naut tilraunaeldamennsku hjá Rannsóknarskipi og Smábát. Mikið og hreinræktað ofdekur og nú verður maður víst að fara að sjá um sig sjálfur. Usssss.

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Það er ekki svona kalt í Skotlandi. Vildi nú samt frekar vera heima hjá mér, eða þá á ströndinni með Svandísi :-) Annars átti ég eftir að tjá mig um örvæntingarfullu húsmæðurnar, þær eru dásamlegar og fara bara batnandi. Ég er búin að horfa á fyrstu þrettán þættina og á þá alla heima, svo ef þú missir af þætti þá kemurðu bara í heimsókn :)

Sigga Lára sagði...

Ljómandi! Og þú átt alla mína samúð að þurfa að hírast í landi Skotanna.

Nafnlaus sagði...

Hér er líka ógeðslega kalt!! Þú getur því sagt að þú hafir upplýsingar um a.m.k. þjú landshorn!
Annars segi ég bara velkomin heim og ég ætla að vera fyrst til að hringja í þig á morgun og skrá mig á Rúnar!!!!!!