22.3.05

Eninga...

Fasteignamatið á íbúðinni minni hefur hækkað um einar 2 milljónir síðan ég keypti hana. Er komin með dollaramerki í augun og er mest að spá í að selja í sumar.
Tsji-tsjing.
Þarf náttlega að láta meta hana og reikna síðan út, en ef ég er að koma út í gróða, eftir að öll lán eru uppgreidd og hvaðeina, mikið skratti var þetta þá góð fjárfesting. Huxanlega hægt að kaupa einbýlishús á Vestfjörðum fyrir mismuninn. Það er ekki öll vitleysan eins. Hún er mjög mismunandi.

Er annars að fíla fjölskyldulífið í botn og tætlur. Nú er alltaf fólk heima hjá mér. Og ég er alltaf að huxa um mat. Velta fyrir mér hvað ég á að hafa í matinn, versla í matinn, elda matinn, og þegar það er búið er kominn tími til að huxa um hvað á að vera næst í matinn. Þetta er mér nýnæmi. En auðvitað má kannski segja að það sé undarlegt að hafa sloppið fram á fertuxaldur án þess að hafa þurft að sjá um heimili að neinu viti. En þetta vex mér merkilega lítið í augum. Held að Húsmóðirin á Vestfjörðum myndi bara ekkert skammast sín mikið fyrir að þekkja mig, þó hún sæi aðfarirnar.

Vér hjónin höfum, milli mála, setið við þýðingar, aðallega hitt hjónið samt, og er vel. Gaman að geta hangið heimahjásér og verið samt að vinna. Svo held ég með stórfjölskyldunni norður í land á morgun, líklega, þar sem við hyggjumst eyða páskum. Þar hyggst ég taka til hendinni við leikskrif ýmis konar, auk þess náttlega að þaulskipuleggja páskamáltíðir.

Fréttir úr bloggheimum, í fæðingarhríðunum er blogg eitt merkilegt. Það mun verða systir mín hin kjaftforri sem bloggar að eystan.

3 ummæli:

Nonni sagði...

Hjónin!!!...hva! Missti ég af einhverju???!! Meðan ég man: Þetta var góður leikur á sunnudaginn. ;)

Sigga Lára sagði...

Úps, sorrí. "Hjónin" áttu að sjálfsögðu að vera innan gæsalappa.
Og ég er einmitt búin að sneiða mjög snyrtilega framhjá því að ræða þennan skrattans leik og ætla að halda því áfram.

Nafnlaus sagði...

Ég skammast mín alls ekkert fyrir að þekkja þig. Margir mislukkaðri til, verð ég að segja... Ég vona þó að þessi matur sem þú hugsar svona mikið um endi ekki á rassg... á mér, eins og sá matur sem Ég er alltaf að hugsa um...
Gleðilega Páska mín elskuleg.
Bið að heilsa knerrinum.