29.3.05

Og það var páskað á Akureyri. Í gríð og erg og af alveg gífurlegri leti. Það endaði með því að ég hitti ekki nokkra einustu hræðu, utan þá feðga. Og sjónvarpið hafði ofanaf fyrir mér með miklum sóma. Hálfskammast mín, finnst ég núna hafa vanrækt heilan haug af fólki, en er alveg hreint óskaplega hress og endurnærð, engu að síður.

Og hérna megin páska er einhvern veginn orðið svakalega stutt í sumarið. Ég er ekki búin að klára neitt af því sem var á lífsprógramminu að gera í vetur, en nú sé ég líka fram á smá tíma. Ætla að:

- Reyna að klára að skrifa það sem ég er að skrifa og reyna líka að þora að sýna einhverjum það. Ég held ég sé með alveg þrennt.

- Reyna að skipuleggja einhverslags hittingar í íbúðinni minni, á meðan ég á hana ennþá. Gæti huxanlega farið svo að ég seldi hana í sumar, með gífurlegum haggnaði.

Og þar með er upptalið. Vissara að ætla ekkert að gleypa allan heiminn. Svo langar mig líka austur. Það en náttúrulega eitt með þessar norðurferðir að austrið hefur orðið svolítið útundan hjá mér. Ætla kannski að reyna að koma litlu fífí í sveitina í vor, þar sem ég bara hef eiginlega ekkert við bíl að gera, svona dax daglega.

Þvældist á pöbb eftir Patataz í gærkveldi og er hálfþunn. Svona er þetta.

Engin ummæli: