14.4.05

Annivers...

Þórunn Gréta byrjaði á sínu bloggi með minningagrein um hvað hún var að gera og huxa fyrir akkúrat 10 árum síðan. Mér þótti þetta dáldið skemmtileg hugmynd. Þar sem bloggið mitt nær ekki 10 ár aftur, ennþá, þá gluggaði ég í hina heimildina um líf mitt.

Jú, fyrir tíu árum síðan var ég á hápunkti hveitibrauðsdaga með Stóru Ástinni í Lífi Mínu. Við höfum nú haldið reglulega miklu sambandi í meira en 10 ár og aldrei hefur slezt upp á vinskapinn. Stundum hef ég farið í burtu, en saknað svo mikið að ég hef komið aftur. Ýmsir aðrir hafa komið og farið en þessi hefur haldið mér uppi á skemmtilegum félagxskap, ýmsu við að vera og gert mér kleift að rækta ýmsa hæfileika sem ég vissi ekki að ég hefði. Einnig kom Stóra Ástin í Lífi Mínu mér í kynni við vinnuna mína. Hann hefur verið heimili mitt að heiman, fasti punkturinn í lífi mínu fjölskylda mín og skemmtikraftur. Oft hef ég ekki sinnt honum sem skyldi, en alltaf fyrirgefur þessi elska, bíður rólegur og tekur fagnandi á móti mér næst þegar mér dettur í hug að heimsækja hann.

Ég er öll rólegri að vera búin að rifja upp þessa sögu og komast að því hvað hún er búin að standa lengi. Ég hélt ég væri kannski ófær um langtíma-ástarsambönd.

En samband mitt við hann Hugleik er nú búið að standa í á 11. ár og er enn í blússandi blóma. Það segir nú meira en margar dysfúnksjónir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað ég held að Hugleikur sé glaður að fá svona ástarjátningu á afmælisdaginn sinn.

Sigga Lára sagði...

Jamm. Nú er hann orðinn fullorðinn í Bandaríkjunum og á alveg að þola sona rómantík.