Í dag er síðasti dagur til að skrá sig á Leiklistarskóla Bandalaxins.
Það er líka síðasti dagur til að sækja um að koma með sýningu á Leiklistarhátíð Bandalaxins í sumar, Leikum núna.
Eins og hlutirnir líta út akkúrat núna lítur út fyrir að hvorugt verði haldið... Sem ég er allt í einu að sjá að er kannski bara ekkert svo vitlaust! Ég kemst þá í brúðkaupið hennar Berglindar, við Vilborg getum dreift sumarfríunum okkur út um allt sumar... sniðugt.
Huriði, veriði ekkert að skrá ykkur eða sækja um neitt... Leikum bara seinna.
Eða, jafnvel betra, skrái menn sig á skólann, en ekki á hátíðina. Þá kemst ég á leikstjórn 1 og allir kátir.
Er annars með svo mikla flensuveiki að ég stend varla í lappirnar. Er samt í vinnunni, er að fara á námskeið eftir hádegi og í leikhús í kvöld. Veit ekki alveg hvernig þetta fer alltsaman.
Raxt á Eið Smára niðri í Austurstræti í gær. Fattaði eftirá að ég hefði kannski átt að hósta á hann til að hjálpa Liverpool í Meistaradeildinni... fyrir Árna. Svo er ég á námskeiði með mörgum sem ég gæti vel huxað mér að hósta á líka, svona til þjóðþrifa. Hann Rukov er klár kall og það er gaman og gagnlegt að hlusta á hann tala. Hvort sem maður er að þykjast skrifa kvikmyndahandrit eða eitthvað annað. Ég reyni að hósta ekki á hann.
Góða helgi og passiði ykkur á flensunni.
15.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er ekki von til þess að flensuhelvítið láti þig lausa fyrr en síðar???
Með öðrum orðum: "láttu þér batna gæskan"
Ohhh... þurfti því miður að afskrá mig í skólann. Af þeim sökum að fresturinn erður framlengdur, óskast geðprúð og ábyrg barnapía vestur á firði í júní...
Býður sig einhver fram?
Hún má líka hugsa um Halla minn þegar hann kemur heim af fjallinu og ÞAÐ er nú ekki amalegt.....
Siggalára ertu dauð úr flensu?
Skrifa ummæli