13.4.05

Leik

Svakalega er hann Robert de Niro ungur í Taxi Driver. Hefði ekki þekkt hann nema á vörtunni.

Og mikið ógurlega er Koddamaðurinn obbosslega gott leikrit. Og sýningin á því í Þjóðleikhúsinu mikil snilld. Mæli mikið með.

Er að fara að sjá Festen á eftir, Tilbrigði við sjófugl hjá Stúdentaleikhúsinu á föstudaginn og Pakkið á móti hjá Leikfélagi Akureyrar á sumardaginn fyrsta. Fór aldrei svo að maður næði ekki í skottið á leikárinu. Held ég sé reyndar að verða búin að sjá fleira fyrir norðan en sunnan í vetur. Var annars að telja saman það sem ég hef séð í leikhúsum í vetur og afköstin eru nú eiginlega ekki uppá marga fiska, verður að segjast. Eiginlega bara skömmustulegt...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já líst nú bara vel á Akureyrarferðir þínar. Fæ þá kannski afnot af íbúðinni þinni. Hugsa nú samt ég komi ekki á sumardaginn fyrsta. En þú lætur mig kannski vita hvort/hvenær þú verður á Ak í maí.

Sigga Lára sagði...

Hugrún, þú þarf að læra að logga þig inn þegar þú kommenterar. Annars reikna ég ekki með að fara norður í maí, en verð hins vegar í Stykkishólmi ca. 6. til 8. þess mánaðar. Þér eru velkomin húsakynnin ef þú getur haft uppi á aukalyklunum, sem eru sennilega enn hjá Báru nema þú hafir týnt þeim.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hreint ekkert skammarlegt. Ég fór á Vodkakúrinn á föstudaginn og það var fyrsta sýningin sem ég fór á á þessu ÁRI! Ég hefði nú líklega valið eitthvað annað, hebbði ég habbt eitthvað val!!