7.4.05

Jæjah...

Það líður að lokum sýninga á Patataz. Síðustu 2 verða um helgina og þeir sem vilja sem endilegast sjá ættu að panta sér miða í síma 551 2525 eða í tölvupósti á netfangið midasala@hugleikur.is.

Annars er svo kalt að manni verður nú bara huxað til Evrópu suður. Svona næstum. Ég sveiflast annars mikið með það þessa dagana hvort ég á að reyna að skipuleggja að komast til Mónakó á leiklistarhátíð í sumar. En mér sýnist sumarið vera að verða dáldið undirlagt og sé ekki alveg hvernig ég á að koma öllu fyrir sem mig langar að gera. Svo er ég með nýjan og áður óþekktan kvilla:
Mig langar meira til að dingla mér í kringum manninn minn í sumarfríinu mínu heldur en að þvælast á allt leiklistartengt sem ég veit um!
Já, nú detta sjálfsagt mörgum allar dauðar lýs úr höfði. Jahérna og sveimérþá. Svona getur nú farið fyrir manni. (Er reyndar með mikil plön um að gera mitt besta til að Rannsóknarskipið involverist í farandsýningar framtíðar svo þetta tvennt geti farið saman, en slíkt þarf undirbúning.)

Sé fram á að byltingin, listirnar og ævintýramennskan hverfi í einhverja gífurlega úthverfarómantík með barnauppeldi og grænum baunum á næstu árum. Ójá.

3 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Það er nú bara ágætt að dinglast í kringum Brynjar VE. í úthverfi. Maður verður bara að passa sig að rata af og til niðrí 101.

Nafnlaus sagði...

Hihihi.. ef þér finnst þetta slæmt bíddu þá þangað til þú íhugar af fyllstu alvöru að GIFTAST honum í sumarfríinu þínu!! Þrátt fyrir hátíðir heima og erlendis!
Ekki það að ég ætla í skólann, L-2005 og einmitt núna dettur mér það snjallræði í hug að nota brúðkaupsferðina í að skreppa á leiklistarhátíð í Mónakó!! Hvenær er sú hátíð aftur??

Sigga Lára sagði...

Lok júlí eða byrjun ágúst. Toggi veit öll smáatriði.