4.4.05

Í mynd

Mig dreymdi svo miklar hrakfarir í nótt að ég fékk kvef. Enda, hvernig má annað vera þegar maður lendir í hrakningum í Afríku, á sjó, í IKEA, sér fluglsys og rekst á birni sem ætla að ráðast á börn, allt sömu nóttina. Og allt í einhverju undarlegu bíómyndaformi. Ekki von á öðru en að maður forskalist.

Held ég taki þessu öllusaman sem tákni og skrái mig á námskeið hjá einhverjum kvikmyndagúrúi frá útlöndum í næstu viku.

Og eins og eftir sumar aðrar helgar ætla ég að þegja þunnu hljóð um enska boltann. Óska mágum mínum til hamingju með sína menn, með nokkrum þjósti.

Svo á ég ammli á þessum skítkalda gluggaveðursdegi. Ætla ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með það nema vera heima og reyna að afkvefast og hafa áhyggjur af þakinu mínu sem er farið að leka.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn þinn!!!

ammlisveðja, Huld.

Ásta sagði...

Til hamingju með afmælið. Það voru líka náttúruhamfarir hjá mér í nótt - fellibylir og fullt af skýjastrókum - í vesturbænum! Lætin voru svo mikil að hesturinn minn fældist og flúði. Ekkert nema vesen.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, og samúðarkveðjur með bláa rottugengið. Það gengur bara betur næst!

Spunkhildur sagði...

Til hamingju með ammlið.

Berglind Rós sagði...

Ég er líka lasin í dag, þér til samlætis og heiðurs.

frizbee sagði...

til hamingju með daginn!!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingjesska!!
Ertu ekki annars fædd ´74 eins og ég? Man þetta aldrei.. aldurinn sjáðu til. Martraðir mínar snúast flestar hverjar um grenjandi smábörn og það óhuggulegasta er, að þær ERU sannar!!
Ylfa

Nafnlaus sagði...

Alltaf á seinni skipunum, til hamingju með daginn í gær ljúfan mín!
Halla

Elísabet Katrín sagði...

Til lukku með daginn :)
Var að velta því fyrir mér allan daginn hvern ég þekkti aftur sem ætti afmæli þennan dag! Og nú rann upp fyrir mér ljós :)
Til hamingju með daginn aftur og farðu svo bara að halda með Liverpool...það léttir lífið :)
kv.EF

Gummi Erlings sagði...

Til hamingju með daginn, elsku hjartað mitt :)