Þakka gífurlegan stuðning eftir síðustu færslu! En nú hafa mál leyst farsællega.
1. Hef huxað mér að leysa feituna með stærri fötum.
2. Ljótuna með því að vera bara ekkert að glápa í spegla.
3. Og tilvistarkreppan leystist farsællega þegar ég talaði við systur mína, fjölmiðlagúruna, í gær og í ljós kom að hún verður í innblaði DV að skrifa sálfræðigreinar. (Það þýðir, með hennar eigin orðavali, að hún er ekki að fara að skrifa um Kaptein Kókaín, heldur Ronju Rítalín.) Og það er nú betra.
Ennfremur hefur skráðst þannig á skólann okkar núna á allra síðustu dögum að hann stendur allur undir sér og ekki þarf að fella neitt námskeið niður. Líka betra.
Og nú bíður fundargerð aðalfundar athygli minnar algjörlega spriklandi. Ojts.
11.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sko, það var lagið!
Skrifa ummæli