10.5.05

Feitan og ljótan

Nú er ég með eftirsjokk helgarinnar og er bæði komin með feituna og ljótuna.

Feituna uppgötvaði ég þegar fundarmenn á bandalaxþingi fóru að bera á mig óléttu. Það var ekki fyrr en þá sem ég tók eftir því hvað ég er orðin feit. Og ég hef sko engar óléttur mér til afsökunar með það. Er bara hreinlega með feituna.

Sökum óhóflegrar ofneyslu áfengis um helgina er ég þar að auki með ljótuna. Hún kemur líka til vegna þess að ég svaf mjög illa í nótt, af því að ég hafði svo miklar áhyggjur af feitunni.

Það er ljóst að við svo búið má ekki standa. Nú þarf víst að setja battrí í walkmanninn og blása til gönguferðar. Ekki tjóar að vaða inn í sumarið með bæði feituna og ljótuna.

Annars óska ég systur minni til hamingju með nýja starfið... með örlitlum semingi þó.
Ég verð nú að viðurkenna að mér er það mikil martröð ef næst þegar ég skrifa eitthvað af viti sem verður sýnt einhversstaðar, að systir mín verði kannski búin að skapa sér nafn sem blóðsuga á DV. Og að einhver frétti það huxanlega í samhengi. Já, mér finnst soldið verið að skeina sig á framtíðardraumum mínum núna. Með tilvistarkreppu, ofan á feituna og ljótuna.

Burrrg.

11 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Á okkar aldri í föstu sambandi þá þarf bara akkúrat ekki neitt til að fólk fari að bera upp á mann óléttu, maður þarf ekkert að vera feitur til þess. Mér finnst þú bæði sæt og fín :-)

Sigga Lára sagði...

Hmmmm... En ég komst heldur ekki í einar buxur sem pössuðu í síðasta mánuði. Það er duló, og bendir til feitu.

Varríus sagði...

Ég myndi fara varlega í göngutúra ef ég væri þú. Sören Kierkegaard og Immanúel Kant voru báðir alræmdir göngutúramenn og sennilega ófríðustu heimspekingar sem sögur fara af, huxanlega að frátöldum Sókratesi, sem aldrei gat verið kjur heima hjá henni Xanþippu sinni, kannski út af nafninu á henni eða af því hún var víst mikið skass.

en allavega...

Ekki henda skít í DV (nóg er nú samt myndi einhver segja). Enginn fjölmiðill setur annan eins lit á lífið.

Og svo er eins líklegt að þeir sigi Ósonmanninum á þig, eða þá Ísafjarðar-Beggu. Ekkert sem bannar það í nýbirtum siðareglum blaðsins.

Berglind Rós sagði...

Þú ert samt sæt!

Spunkhildur sagði...

Hmm... Ég er með króníska ljótu, feitu og jafnvel leiðinlegu. Hef verið ætluð ólétt í 13 ár og þetta er einfaldlega ástand sem maður lifir með...
Innvortis er ég hinsvegar meint Díva.

Nafnlaus sagði...

Ísafjarðar-Begga er í gíslingu hjá mér. Habbðu því ekki áhyggjur af henni. Ég hef undanfarið kallað mig Feitu- Ljót (sbr. Litla-Ljót. Hm.. ef ég skoða þetta nánar, gæti ég auðvitað bara vel verið Litla Feita Ljót!!!) og veistu, lífið hefur ekkert versnað við það! Það er alveg hreint ágætt að vera Feit og Ljót. Ég meina, ertu ekki á föstu? Þarftu þá nokkrar áhyggjur að hafa? :þ
Hér í eina tíð var maður stöðugt að slá af sér einhverja ludda á skemmtistöðunum. Núna get ég einbeitt mér ótrufluð að massívri drykkju og það er gott!
Mér finnst þú bara gáfuð og skemmtileg. Og mundu: Undir fitunni felast gæðin. Vel alið veit á gott!!! Lítið varið í að vera eins og kroppaðir ýsudálkur!

Þórunn Gréta sagði...

Já og svo ertu snillingur ofaná allt saman, gleymum því ekki!

fangor sagði...

oh, ég er líka með feituna, ljótuna og leiðinleguna. svei alla daga

Nafnlaus sagði...

Ég held að það eina sem mögulega getur kætt þitt geð sé að syngja og dansa. Taktu skrifstofuna þína í það í dag - syngi syngi syngi dansi dansi dansi

Ásta sagði...

Gæti verið gott nafn á bandið...

Nafnlaus sagði...

þú ert bæði sæt og fín elskan mín!
knús Halla