Mér finnst ég vera nýbúin að setja helv... nagladekkin undir bílinn. Og hvað veit maður? Er ekki bara komið sumar! Og aftur kominn tími á inniskóna. Ég held, í alvöru talað, að maður spari tíma á því að eiga ekki bíl. Þó maður sé pínulítið lengur á milli staða á fótunum. Það þarf alltaf að vera að gera eitthvað viðetta! (Fyrir nú utan það að fótaferðir stórminnka líkur á feitunni.)
En ég er ekki að nenna nokkru þessa dagana. Enn er ég að reyna að gabba menn til að ákveða hvort þeir nenni að leikstýra þætti hjá Hugleik í vor, og byrja NÚNA. Það vantar líka ennþá fylgiskjal í skattframtalið og þakið bara lekur og lekur á íbúðinni sem ég er ekki búin að setja á sölu.
Og mig má gjarnan finna heimahjámér með breitt uppfyrir nef að lesa Önnu í Grænuhlíð í sjöhundruðogfimmtugasta skipti, að farast út verkkvíðaröskun.
Held ég sé ennþá þunn síðan um helgina.
12.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli