25.5.05

Samviskuspurningar

Eftir að hafa rantað og lýst svona líka almennu frati á fjár- og dótasöfnun bara rétt í gær, er rétt að játa soldið. Mig nefnilega langar ógurlega í dáldið sem er bæði einstaklega dýrt og ópraktískt, auk þess sem ég á annað fyrir sem er til sömu hluta nytsamlegt.

Þannig er að ég á fartölvu. Hreint ágæta. Sem ég fékk á góðum afslætti vegna útlitsgalla sem mér hefur ekki enn tekist að finna. Hún er PC og er með breiðskjá. Og ég þarf að eiga PC fyrir forritin sem ég þarf að nota í þýðingavinnunni minni. Við höfum bara ekki tengst neitt sérstaklega sterkum böndum. Hún er of stór til að ég nenni með hana út að labba að neinu ráði og, já, við erum ekki að konnekta. En tölva er bara tölva, ekki satt?

En samt, en samt. Dett ég annað slagið alveg óvart inn á Apple vefinn og horfi löngunaraugum á tólftommu ibook sem mig er búið að langa hryllilega lengi alveg ógurlega í. Og svo er greinilega um fleiri þar sem hún hefur ekki verið til á landinu lengilengi. En ég hef hitt svona tölvu. Í eigin persónu. Og fallið algjörlega í stafi. Hún er ógurlega pen og fögur og kemur í íðilfagurri tösku. *dreym*

Samviskuspurningin er þessi: Ef maður á eina tölvu, er þá ekki hálfkjánalegt að fá sér aðra, bara af því að hún er falleg? Vera með eina tölvu til að þýða á og aðra til að skrifa leikrit? Er þetta ekki komið út í tóma vitleysu? En það er þetta með langið. Stundum hefur maður enga stjórn á því.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver var það sem skrifaði í gær svo gáfulega um "kjánalegt nota- og skynsemdargildi" Samviska skammviska! Verulega gott markmið að fylgja alltaf öllu sem manni finnst fallegt - bæði hlutum og hugsunum. Þær eru náttlega líka svo skeeelfilega flottar, tölvurnar þessar þarna altso.
Hrefna

Nafnlaus sagði...

Ef þú þarft aðeins að keyra þetta eina fíflalega Windowsforrit eru svo sem leiðir til að bjarga því á Makkanum. Góðir menn gætu nú alveg aðstoðað við slíkt...!

Nafnlaus sagði...

Talandi um íðilfagrar tölvur og töskur - kíktu á þetta:
http://www.macopinion.com/columns/roadwarrior/05/05/17/index.html
Þarna er að finna m.a. setningarbrotið: "the concept of feminine-themed computer cases is very much alive ..." sem fer örugglega allt öðruvísi ofan í mig en ætlunin er. Ætli mín verði ekki bara í Bónuspoka héðan í frá ...
Hrefna

Gadfly sagði...

Það er ekkert að því að langa í eitthvað ópraktískt, dýrt og fallegt. Það er hins vegar sjúkt og rangt að láta það eftir sér ef maður hefur í raun ekki efni á því. Ef maður hins vegar á helling af péningum þá má maður gera það sem manni bara sýnist við þá og ég mæli með að þú notir tækifærið til þess áður en þú eignast barn. Annars er líklegt að þú eiginst ekki draumatölvuna fyrr en grísinn er kominn í háskóla.

Sigga Lára sagði...

Nei, Hörður, þetta eru víst nokkur forrit sem sérfræðingar Softitler sverja á grafir mæðra sinna að virki aðeins og eingöngu fyrir PC. Hins vegar er ég náttlega að fara að búa með manni í haust sem á þessa fínu PC borðtölvu sem er einnig búin öllu Softitler draslinu. Hins vegar veit ég svosem ekki hvað ég fengi fyrir greyið mitt.

Og vissulega verður ekki farið útí neinslax fjárfestanir nema að vel athuguðu máli og ef ég skyldi eiga þokkalegan afgang úr fasteignabraskinu.

Hugrún sagði...

Tölva já, hugsanlega vantar mig eina slíka þegar ég er orðin blaðurmaður. En það gengur náttúrulega ekki ef gripurinn er lummó, nema ég fái hana á sportprís, sjáum til.
Annars keypti ég mér leðurstígvél og gallapils í gær, kúl!Og það vitandi það að ég er að fara á lægri laun í meiri eyðslubæ.