hvað allt í einu er komið gott veður, sól skín í heiði, fuglarnir syngja, annríkið um helgina er allt í einu bara allt af því ljómandi skemmtilega og allt sem nýtt. Allt er dáindisgaman og skemmtilegt, framundan er splunkunýtt og ilmandi sumar og þvílíkt gaman að lifa.
Skyldi þessi hamingja tengjast því að ég endurheimti Rannsóknarskip í gærkvöldi og fæ bráðum að sjá Smábát? Skyldi þó aldrei vera?
Og sólin skín á ruslatunnurnar úti í porti og um helgina fæ ég m.a. að sjá Sambýlinga, uppsetningu Leikfélax Húsavíkur sem mig er búið að langa að sjá lengilengilengi.
Íbúðin mín skoðast og skoðast, enginn friður heim hjá mér og ég hef ekki við að fela óhreinan þvott og þykjast að alltaf sé fínt heimahjámér. Sennilega sel ég einhvern tíma áður en sumarið er úti. Huxa ég.
Lallallah!
27.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli