3.6.05

Annars getur líka verið

að heimurinn sé bara hreinlega að farast. Það virðast allir stressaðir í dag. Menn spítast hér inn og út á ljóshraða og vantar undarlegustu hluti STRAX. Ég er til dæmis búin að vera að velta fyrir mér hvaða huxanlega röð atburða geti legið til þess að menn vanti allt í einu handrit að Sköllóttu söngkonunni, innan 10 mínútna...

Þetta þykir mér óneitanlega bera merki þess að heimsendir verði um helgina. Huxanlega bara eftir hádegi.

Góða skemmtun.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég er að minnsta kosti pollróleg í dag :-)

Gadfly sagði...

Mér finnst afar líklegt að heimurinn farist um helgina. Ég er nefnilega í fríi og ætla að mála íbúðina svo það eru allar líkur á að heimurinn taki upp á einhverjum fjandanum til að klúðra því fyrir mér.