3.6.05

Pirrrrr...

Það er gjörsamlega óþolandi þegar allt er einhvern veginn öðruvísi en það ætti að vera. Ókunnugt fólk þvælist fyrir manni í vinnunni, ekkert gerist nógu hratt eða rétt fyrir manns smekk, sérstaklega ekki það sem mar ætlar að gera sjálfur, og ef mann vantar eitthvað þá er það einhvers staðar langt í burtu úti á Seltjarnarnesi og.... grrrr...

Já, sennilega er langur göngutúr út á Seltjarnarnes alls ekki úr vegi, til að gá hvort geðvonskan er til í að fjúka aðeins.

Tekið skal fram að þetta er ástæðulaust pirr, en samt sem áður er ákveðin sprengiætta á ferðum sökum minnar genetísku geðvonsku þessa dagana. Mæli ég með því að menn stigi varlega til jarðar nálægt mér nú um stundir, reyni jafnvel að forðast að þurfa að stíga nálægt mér yfirhöfuð.

Engin ummæli: