30.5.05

Jæjah,
nú er ég búin að...

...sjá Sambýlingana hjá Leikfélagi Húsavíkur. Mikil aldeilis ljómandi gargandi snilld. Í engu oflofað. Ég fór með hæsta væntingarstig í botni og varð í engu fyrir vonbrigðum. Mikið flott vinna á öllum póstum. Og ég sá lokasýningu þannig að þeir sem af misstu verða bara að bíta í það súra.

...láta kjósa mig í stjórn Hugleix. Nokkuð sem ég ætlaði alllldrei að gera aftur, að vera í stjórn leikfélax. Og má vel vera að einhvern tíma eigi ég eftir að naga mig í handarbök. En félaxskapurinn þar er jú hið mesta abbraggð og vissulega er soldið skemmtilegt að þykjast stundum ráða einhverju, þó því fylgi vissulega stundum bæði taugadrulla, geðbólgur og kvíðaröskun.

...frumsýna mitt alfyrsta leikstjórnarverkefni. Og var gerður nokkuð góður rómur að, höfundur hótaði mér allavega ekki lífláti og enginn henti eggjum. Reyndar finnst mér ég nú eiginlega hafa svindlað. Tók fyrir skotheldan þátt með ýkt fínum leikurum þannig að ég þurfti nú voða lítið að gera. Þetta leikstýrði sér sjálft.

Ekki alveg tíðindalaus helgi það.

Engin ummæli: