Þá er búið að tilnefna til Grímu. Og tilnefndir sem leikskáld ársins eru m.a. Ármann, Toggi og Sævar og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Jahér hvað maður fer að geta neimdroppað, maður. Þessar fréttir hafa nú aðallega þau áhrif á mig að mér finnst sökka jafnvel enn meir að geta ekki verið á skólanum í Svarfaðardalnum. Það mætti segja mér að það yrði dáldil stemming í setustofunni á afhendingarkvöld. Reyndar gæti ég huxanlega snapað mér miða á viðburðinn sjálfan, kannski, en ég er bara ekkert viss um að það sé jafn gaman.
Annars hitti ég Hugleik í gær. Tvisvar.
Er orðin varaformaður hans. Ætla ævinlega að gera allt vitlaust um leið og formaðurinn bregður sér burt.
Og þetta árið mun ég halda þjóðhátíðardaginn heilagan með gamla laginu. Með því að standa í tjaldi Hugleix einhvers staðar niðri í bæ og selja börnum sykursjokk og frekju. Til fjáröflunar fyrir millilandaflakk félaxins. Það verður nú skemmtilegt afturhvarf til fortíðar. Var að reiknast til að ég hef ekki verið í sambandi við umheiminn á 17. júní síðan einhvern tíma fyrir Frakkland.
Stuuuð.
Og svo er ég farin að undirbúa jólin.
Hvaðþáverðurveitnúenginn, nema ég og mínir!
8.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli