9.6.05

Mæ God

Ég er greinilega bara í tómu klúðri með fréttir af komandi stórhátíðum. Ég ætlaði víst að fara að halda því fram að sölutjald það sem Hugleikur starfrækir í bænum á 17. júní sé til fjármögnunar leikferða, en það er nú bara alveg hreint haugalygi. Tjaldið er víst lönnngu orðið til fjármögnunar Hugleix almennt. Svo það sé nú á hreinu. (Varaformaðurinn víst ekki alveg með á nótunum)

Annars er bara snemma morguns og ég man ekki ennþá neitt hvað ég ætlaði að gera í vinnunni í dag. En að er ekki nema von að mar sé sybbinn. Mig dreymdi að ég sæi 4 tíma langa leiksýningu hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. *Geisp*

1 ummæli:

Ásta sagði...

Var Hugleikur með svona tjald í fyrra? Ég leitaði en án árangurs. Allavega - hef hugsað mér að kíkja í tjaldið í ár. Er vitað hvar það verður?