Nú liggur Stúdentaleikhúsið undir nokkru ámæli þessa dagana þar sem menn þar voguðu sér að benda þjóðinni á þá staðreynd að við værum farin að tilbiðja Mammon meira en guð. Þetta vilja sumir alls ekki vita og nú síðast hafa menn verið að hefja á þessu máls á spjalli leiklistarvefjarins. (Og ég gat ekki á mér setið að svara, þó mér þyki þessi umræða út í hött og eiginlega alveg fyrir neðan mína virðingu. Svona er það bara þegar maður kann ekki að halda kj...)
En í því samhengi þá datt mér í hug að það er líklega eins gott að Gunnar Eyjólfsson og aðrir fanatíkerar hafi ekki séð Sálir Jónanna ganga aftur hjá Hugleik á sínum tíma. Verkið sem hófst á hinum fagra söng "Þetta er Helvíti". Ég er hrædd um að einhverjir hefðu fengið geðbólgur og gengið út strax í upphafsatriði.
Í framhaldssamhengi rifjaðist upp fyrir mér lokaerindi lokasöngs hinna víðförlu Sálna, en það er greinilega ógleymanlegt:
Leggist tjón á lífið, hjón
líkt og flónanna.
Þá örlög þjóna sér þín sjón
á sálum Jónanna.
Já, það er ýmislegt sem hefur oltið út úr sjúkum hugarheimi hins tilnefnda Sævars Sigurgeirssonar. Og það með innrími.
8.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli