18.8.05

Og þá...

urlaðist allt í annríki. Allt í einu gengur á með fundum og verkefnum auk þess sem innstreymi húsbúnaðar og eigna (okkar sem annarra) inn á nýja heimilið virðist engan endi ætla að taka. Ég er að gera mitt besta til að láta ekki geðbólgurnar ná undirtökunum í lífi mínu, gengur brösuglega þar sem dagarnir vilja engan veginn endast til alls sem er á skipulaginu.

Held að næstu skref séu:
-Að læra að þykja pappakassar fallegir.
-Að þykja undarleg afstaða á milli hlutanna artí.
-Að fara að taka fullan þátt í skyndibitamenningu landans.
-Kenna Rannsóknarskipinu slíkt hið sama, svo honum batni af dugnaðarkastinu.

Og byrja á því að rölta niður Laugaveginn á leiðinni heim í sólskininu og ímynda sér að það sé ekkert að gera í heiminum.

1 ummæli:

Gadfly sagði...

Ég hef lifað við afar einkennilega afstöðu milli hluta í eitt og hálft ár og af þeim tíma voru 11 mánuðir sem ég bjó í pappakössum í þokkabót. Hér með kunngjörist: pappakassar eru í eðli sínu ljótir og leiðinlegir og þarf fullkomið fífl til að fíla að hafa þá í stað húsbúnaðar. Undarleg afstaða milli hluta er subbuleg og það er ekkert "heimilislegt" við drasl og drullu. Ræð þér að ganga alla leið í skyndibitavæðingunni, kaupa 150 samlokur með "ítölsku salati" (glætan að grænbaunir í mæjó séu ítalskt fyrirbæri) og gefa hátíðleag yfirlýsingu um að ekkert annað verði í boði fyrr en heimilið sé orðið eins og heimili. Annars gætirðu endað í sömu martröð og ég.