19.8.05

Meðan ég man...

...mér barst nokkuð til augna um daginn. (Lesist: las í slúðurdálk einhversstaðar.)

Hann Jordan Catalano (sem gengur undir leikaranafninu Jared Leto) er víst kominn á laust. Ekki nóg með það, hann kveðst hættur í lambakjötinu og ætlar að snúa sér að eigulegum konum á sínum aldri.

Og þetta gerir NÚNA!

Hvar voru svona yfirlýsingar fyrir 5-10 árum síðan?
Er miður mín fyrir handir okkar Frúr Berglindar beggja.

Þessi fróðleiksmoli var í boði menningarnætur, og gleðilega svoleiðis.


PS: Varð mjög hissa þegar ég gúglaði Jordan Catalano, í von um að finna kannski mynd til að geta sett link á, þar sem ég bjóst ekki við því að neinn myndi eftir þessum karakter úr 15 ára gömlum sjónvarpsþáttum, eða svo. En, viti menn, veraldarvefurinn er enn fullur af myndum, aðdáendasíðum og ég veit ekki hvað! Nei, heimurinn hefur ekki gleymt Jordan Catalano. Sem er mjög fyndið þar sem þetta var algjör aukapersóna sem sagði eiginlega aldrei neitt heldur hafði það eitt sér til ágætis að vera sætur. (Gerði það reyndar mjög vel.) Var í þáttunum My so-called life sem aðeins var framleidd ein þáttaröð af.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÓMÆGODD!!!
Er þetta sá sem Angela var skotin í ???
Úff!! Ég man sko eftir honum! Ég var nýbúin að eiga Björgúlf minn og sat, einstæð móðirin og horfði á þennan draumaprins á skjánum, ímyndaði mér svo að hann kæmi og frelsaði mig úr einmannaleikanum, blankheitunum og kynlífssveltinu... (auðvitað var ég kynsvelt.. það leggur enginn í einstæða móður, það er svo augljóst að hún klikkar á aðalatriðunum...)
Hann var SVOOOOO sætur. Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvað um hann hefði orðið. Hef ekkert til hans séð utan einhvers oggpínuponsulítils hlutverks fyrir lööööngu síðan.

Sigga Lára sagði...

Hann hefur sést í einu og einu oggolitlu hlutverki, en á prófarkalestursferli mínum hjá DV komst ég að því mér til mikillar gleði að hann var títtnefndur í slúðurfréttum frá vesturheimi. Verst að fréttir af honum þaðan fjölluðu aðallega um hvaða smástelpu hann væri uppá þá vikuna. Mér til mikillar svekkju.

Varríus sagði...

Jared Leto er svo sannarlega ekki horfinn.

Hér er afrekaskráin hans.

Hér er Bacontalan hans.

Ég horfði líka á þessa þætti, og fannst Claire Danes dálítið æðisleg. Og þessi súkkulaðiauli henni varla samboðinn.

Berglind Rós sagði...

Ó! Mæ! God!!!!! Ég er hrædd um að ég verði að skila hringnum, ekki síðar en þegar í stað!

Þórunn Gréta sagði...

Hmmmm. Ég hélt að þetta æði hefði bara gengið yfir meðal hinna stelpnanna í mínum bekk. Mér fannst hann sko ekki nærri því jafnsætur og Halli í Botnleðju. Verst hvað hann er alltaf jafn mikið á föstu....

Sigga Lára sagði...

Já, þetta er einmitt það sem hann hr. Catalano er ekki að átta sig á. Markaðurinn á hans aldri tæmist meir og meir með hverjum mánuðinum. Þó svo að Frýr Berglind og Ringsted séu að íhuga að fleygja hringunum.

En það er nú sosum rétt hjá honum Togga. Hann var nú alltaf hálfgerður sauður og seinn til fatts, ef ég man þættina rétt.

Nafnlaus sagði...

Greinilega dónaleg mynd sem þú ert að tengja á. Ég fæ 'access forbidden' þegar ég reyni að skoða.
Fann í staðinn mynd af honum og eiginkonunni hér
Já stelpur mínar, hann er svo kvæntur eftir allt saman.

Nafnlaus sagði...

HA hah hahaha!! Ég verð ekki eldri!! Ég hélt alltaf að þetta Bacon-dæmi væri bara prívatbrandari hjá Togga!!!
Jésús!!!

Nafnlaus sagði...

Halli í Botnleðju? Ég hélt þið væruð ALLAR svekktar yfir því að Halli í Rotþrónni væri á föstu.

Nafnlaus sagði...

Halli rí rotþrónni er ekki einasta á föstu, hann er harðgiftur maðurinn! OG þær eru allar svekktar... nema ég!

Varríus sagði...

Svo öllu sé nú til skila haldið:

Beikontala Halla í Rotþrónni

Nafnlaus sagði...

Afsakið... ég gleymdi að kvitta fyrir Halla-kommentið.

Hvað með bacontöluna hans Kevin Bacon. Þarf maður að margfalda hana upp í annað veldi til að fá út rétt?