26.9.05

Grenj

Nú er ég hrædd um að upp sé runnið þriðja skeið meðgöngu. Dópamínskt jafnlyndi undanfarinna mánaða á hröðu undanhaldi undan krónísku kvíðakasti sem lýkur sennilega ekki fyrr en með fæðingarþunglyndinu.

Verð að viðurkenna að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að vera ólétt. Og skil ekki hvað margt kvenfólk sem ég þekki meinar með að þykja það, held það sé kannski meira gaman eftirá. Og bókaskræðurnar fara sennilega aftur að fá flugferðir um híbýlin, sérstaklega þær sem ætla að fara að segja manni "hvernig móðurinni líður". Grrrrr.

Nú er líklega ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær ég verð sett í endanlegt farbann vegna grinverks. Til að reyna að koma í veg fyrir það í lengstu lög þarf ég að fara að takmarka útferðir úr húsi meira og meira, og ekki er langt í að þær takmarkist alfarið við vinnu og sjúkraþjálfun, eða annað meðgöngutengt. Sé ekki fram á að eiga skemmtilega daga við einhverja semí-með-leikstjórn á Jólaævintýrinu. Eða nokkurn skapaðan andskotan annan hlut, fram yfir jól.

Kafbátur virðist ekki láta þetta ástand neitt á sig fá, siglir bara sinn sjó og tekur kollhnísa og fótboltaæfingar. Sorrí ef ég er ómóðurleg, en mér finnst það nú bara aðallega óþægilegt. Og fer versnandi með harðnandi spörkum í bris og blöðru og önnur innyfli.

Só, ðe vördikt is inn. Ólétta er ekki mitt eftirlætisástand og mér þætti vænt um ef menn væru til í að finna aðra aðferð til að rækta fólk áður en ég fer í næstu umferð. (Sem verður farin, no matter what, ójá.)

Þetta var geðvonsk daxins.
Vonandi get ég þá hamið mig um að taka það út annars staðar.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru það ekki bara þessir draugar sem eru að gera þér lífið leitt? Enginn veit hvað á fyrr en hann hefur vakið það upp!

Nafnlaus sagði...

Útferðir. Hnegg.

Svandís sagði...

Æ, krútt. Mér fannst gaman að vera ólétt - hverja einustu mínútu og ekki bara eftir á. Ég elskaði það. En ég get hins vegar ekki sagt það sama um brjóstagjöfina sem hefur verið basl svo gott sem frá upphafi og valdið mér miklum geðbólgum og þunglyndi en er sem betur fer að lagast núna. Vona bara að brjóstagjöfin þín verði eins yndisleg og þessi meðganga er ömurleg. Það er ósanngjarnt að óléttan sé þér svona erfið.

fangor sagði...

já, það er þetta með helvítis kerlingabækurnar. upplogin yndislegheit í hverju horni. ekki er mér skemmt, enn sem komið er amk.

Litla Skvís sagði...

Mikið er ég sammála! Það er SVO leiðinlegt að vera óléttur. En svo finnst mér ofsalega gaman að fæða barnið, og svo að sjá um það eftir að það er komið í heiminn. En óléttan sjálf ::hrollur:: nei takk!! Ekki annað barn næstum því strax hér á bæ! En það mun samt koma annað barn einhvern daginn, þegar ég er búin að græða geðvonskuköst síðastliðinnar meðgöngu.

Sigga Lára sagði...

Já, ég held þetta sé svosem ekkert erfiðara hjá mér en öðrum, mér er bara ekkert ferlega skemmt yfir þessu, svona almennt. Eins gott að útkoman verði fokkíng fullkomin!
(Engin pressa ;-)

Nafnlaus sagði...

Ólétta sem belgir mann út og inn og tekur af manni ferðafrelsið í ofanálag er hreint engin skemmtun. En það er gaman að skjóta ungunum út ... Láttu þér bara hlakka til og bíttu á jaxlana þangað til.

Berglind Rós sagði...

Mér fannst langskemmtilegast að vera ólétt, en ég var líka á fullu að smíða allan tímann og var blessunarlega laus við hvers lags verki. En það er nú samt ekkert gott að láta sparka í sig innanfrá, ég skal alveg viðurkenna að ég var búin að fá nóg af því. Samt er voða skrýtið þegar er síðan allt í einu engin hreyfing inni í manni :-)