Varríus þurrkaði út bloggið sitt með manni og mús. Vil ekki einu sinni byrja að hugsa um öll gullkornin sem þar hurfu yfir megabætamóðuna miklu. Sennilegast ætti maður einhvern veginn að reyna að bakköppa bloggið sitt. Geri það um LEIÐ og ég nenni...
Er að borða spínat. Finnst það ágætt bara svona hrátt og allslaust. Verst að ég heyri stöðugt fyrir mér rödd Sollu á Grænum kosti að mæla með þessu "grammiddi"...
Hef óbeit á þessari konu. Hún getur bara sjálf verið "grammiddi".
Seinni hluti aðalfundar Hugleiks á Eyjarslóðinni í kvöld. Er sybbin og í engu ástandi til funda. Þaraðauki að vaxa upp úr síðustu buxunum mínum. En varaformaðurinn verður líklegast bara að láta sig hafa að mæta með augnlokin á hælunum og standandi útúr.
Og Smábátur á speki á veraldarvefnum. Ekki laust við að í mér örli á foreldrunarlegu stolti. Þó ekki sé nú hægt að segja að ég sé orðinn neinn gífurlegur áhrifavaldur enn sem komið er, en það kemur með tímanum. Er að fara á minn fyrsta foreldra-kennara-fund í skóla Smábáts á morgun. Þvílíkt fullorðn...
29.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Las blogg síðustu daga þar sem ég hef ekki verið í tölvusambandi nema bara pínkupons...
Ég skal vera fyrst kvenna (á eftir þér) til að viðurkenna hversu huuuuuuuuuuundleiðinlegt mér þykir ólétta! Nema þá helst annara ólétta!
Luv, Ylfa
Híhí - ég sé þig fyrir mér súra á svip að naga spínatblöð ;)
Verði þér að góðu ljúfan.
Skrifa ummæli