15.9.05

Heilagur grall?

Það er eiginlega talsverður heiður að fá að vaka fram á nótt til að texta commentary með Joss Whedon. Mér líður eins og við Joss höfum átt magnað stefnumót í gærkvöldi. Hef hins vegar aldrei huxað útí hversu mikil martröð það er að texta bullið í manninum. Hins vegar kemur enginn til með að sjá afraxturinn. Allavega þætti mér gaman að sjá það fyrirbæri sem horfir á, í aukaefni DVD-disks, deleted scenes, með commentary, textað. En ég veit allavega hvaða atriði eru EKKI í myndinni Serenity, OG hvers vegna!

Og mér sýnast bloggheimar hafa meira og minna dottið í biblíuna. Biblíuskýringar Varríusar eru að hafa gífurlegar afleiðingar, þær vekja m.a. blogg upp frá dauðum!

6 ummæli:

Ásta sagði...

Ég væri vís til að hafa textann á í deleted scenes með commentary ef Joss er að tjá sig. En ég veit ekki um fleiri. Þannig að a.m.k. ein manneskja er líkleg til að sjá afraksturinn. Hvað varstu annars að þýða?

Sigga Lára sagði...

Deleted scenes, og commentary við deleted scenes í Serenity.

Ásta sagði...

Myndinni? Þeirri sem á ennþá eftir að sýna í bíóum? Það er naumast að það liggur á...

Sigga Lára sagði...

Ég fæ stundum myndir fyrir frumsýningar. Enda er ég undir einhverju ógurlegu confinetiality sem þýðir að ég má eiginlega ekki segja frá því hvað ég er að gera, stundum.

Sem ég er að þverbrjóta ekkert smá feitt núna...

Ásta sagði...

Hehe - ég veit um fullt af fólki sem væri tilbúið að selja vísdómstennurnar í skiptum fyrir þær upplýsingar sem þú hefur.

fangor sagði...

ó já, ég veit um nokkra...og ég þekki amk. 3. sem myndu horfa á þetta...