15.9.05

Já, nú er hún Flekka komin af fjalli...

...og með tvo riðuvæna dilka með sér!

Þetta tjáði mér hann Árni Þistill (svokallaður vegna uppruna í Þistilfirði) í óspurðum fréttum á fylleríi einhvern tíma síðla hausts árið 1991. Held ég þetta hafi örugglega verið mín fyrstu samskipti við þennan einstakling, sem ég átti eftir að eiga nokkur mis-súrrealísk samtöl við næstu árin, en hvers tilvist var búin að gleyma. Þangað til Nanna skellti inn fréttinni af henni Flekku á bloggið sitt um daginn. Þetta fer víst allt í hringi.

Datt bara í hug að tjá hamingju mína með lífið og tilveruna, akkúrat núna. Venjulega sökkar eitthvað í lífi manns. Ef það er ekki vinnan, hin vinnan, eða einkalífið má venjulega treysta á fjármálin. Nú bregður svo við að allt er í þessu líka lukkunnar velstandi, og er eiginlega búið að vera um langa hríð. Var að enda við að sitja höfundafund í mínu eigins eldhúsi sem var Shcnilld. Út af verkefni sem er vaxandi æði. Í vinnunni er ljómandi, eins og venjulega, og hin er líka mestmegnis skemmtan. Rannsóknarskip og smábátur eru mér til daglegrar skemmtunar og yndislegheita hverskonar og heimilisfriðurinn er til algjörrar fyrirmyndar. (Enda vita menn að hann verður úti með hækkandi sól og fæðingu huxanlex hávaðabelgs. Endanlega!)

Nú er annríki vetrarins síðan að hellast yfir, leikárið að byrja, stjórnarfundur í vinnunni um helgina og svona, þannig að mar ætti kannski að fara að fara snemma að sofa í staðinn fyrir að sitja og tölva vitleysu? En, því miður. Allt of skemmtilegt að byrja í sjónvarpinu.

Mál að linni, enda trúlega mörgum orðið óglatt af kætinni og hinir orðnir öfundsjúkir. Ja, nema Ylfa. Held hún þoli þetta. Og skilji, reyndar, þar sem hún er fædd næstum á nákvæmlega sama tíma og ég og samkvæmt japanskri stjörnuspeki ku allt sem gerist eftir þrítugt hjá fólki fæddu um þetta leyti að vera gargandi fokkíng snilld.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kætin er góð og fullkomlega skiljanleg. En eins og best sést á kommentaleysinu finnst fólki hún sjaldnast spennandi og lítið varið í frásagnir af tómri og tilhæfulausri hamingju. Það er meira költ að vera bitur, kaldhæðinn og umfram allt, hafa hárbeittar og hnyttnar skoðanir á öllu!!
Mér finnst samt mest gaman að því þegar fólk er bara glatt og það gleður mig líka! En það er bara af því að ég er ómenntuð lágstéttarpíka með einfalda sál og ófágaðan smekk!!!
En... sælir eru einfaldir því að ..... æi, ég man ekki restina!

Nafnlaus sagði...

hva?? það stendur 0 comments en samt er eitt???

Sigga Lára sagði...

Það er rétt, þetta með spennulausu hamingjuna. Einhvern tíma setti ég fram kenningu (í mjööög röngum hópi franskra femínista) um að konum væri ekki sérlega lagið að vera fyndnar. Til þess þyrftu þær að vera bitrar og óhamingjusamar, og helst feitar.

Viðbrögð viðstaddra voru heiftarleg og studdu kenninguna algjörlega. ;-)

Hins vegar styð ég hreint ekki að menntun (eða ómenntun) fylgist að við einfaldleikann. Enda einfaldleikinn yfirleitt af hinu góða, en menntunin gerir menn gjarnan að fíflum.

Hvað sagði ekki hann Sókrates sem enn er verið að vitna í, fleiriþúsund árum seinna?
"Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt."

Litla Skvís sagði...

Það er gott að vera happy... ég er einmitt að drepast úr hamingju þessa dagana! :)

Nafnlaus sagði...

Fyrst verið er að deila gleði - á mánudaginn fæ ég sjóræningjaútgáfu af Firefly Joss Whedon!!!! Og er bara ekki með neitt samviskubit yfir stuldinum. Fyrst ekki er hægt að gera manni kleift að kaupa vöru ætti að verðlauna neytendur fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Fúlt að þú mátt ekki tala um Serenity : )
Agnes

Berglind Rós sagði...

Ég bara samgleðst :-) Þrítugsaldurinn er bestur og það er gaman að vera með barn í maganum (nei, ég er ekki ólétt)

Nafnlaus sagði...

Bendi á misræmi í ritun orðanna "huxanlex hávaðabelgs" Á væntanlega að vera "hávaðabelx".

Ég samgleðst þér nú samt.

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt þessari X-notkunartísku, segir maður þá "af völdum lexix" þegar talað er um eitthvað af völdum legsigs???
Þú veist Sigga mín að legsig er algengt hjá bornum konum....
Annars stingur þetta mig alltaf í augu, þessi x-a notkun. Ég er svo hefðbundin og forn í skapi....