13.9.05

Sigga Feita!

Er lox að fara að nálgast að bera nafnið sem formaðurinn hefur stundum brúkað á mig frá fyrstu kynnum, með rentu. Föt dæmast umvörpum úr leik. E.t.v. skiljanlegt miðaða við ástandið, en ég er reyndar hrædd um að ofeldið hjá mömmu og tengdó síðustu vikur hafi ekki bætt úr skák. Ástandið ákvað allavega allt í einu að ná allan hringinn og mynda keppi á snöggtum fleiri stöðum en gott þykir. Ówell. Skilst að Nanna sé farin að vinna í Kringlunni þannig að það er hægt að trufla hana í vinnunni í leiðinni við fatakaup í fílastærðum.

Það er verra að grindverkið er hreint ekki að standa undir þessum ósköpum og er því kominn tími á sjúkraþjálfara og meðgöngusund og allan fjárann sem ég má ekkert vera að.

Og talandi um að mega ekki vera að, fann nýja skemmtilega tímasóun. Sudoku er skemmtilegt.

Og svo raxt ég líka á í sveimi um frumskóga meðgöngutengdra netheima, svakalegt lúkk á vef. Þetta er sko ekki fyrir viðkvæmar sálir.

PS. Raxt líka á setningu á ónefndum spjallþræði:

"Ég á að eiga mitt fyrsta barn [dags. sem ég ætla ekki að skrifa] og mér hlakkar geðveikt til."

Huxaði í framhaldinu margar pólitískt rangar huxanir.

9 ummæli:

Ásta sagði...

Ég mæli með http://www.websudoku.com/ - þar þarf ekki að dánlóda neinu. Hef verið að sóa tíma mínum ansi mikið þar að undanförnu.

Er annars illt í tönnunum eftir að hafa asnast til að klikka á þenna meðgöngulink.

fangor sagði...

hroðalegt alveg. ég skoðaði barnaland um daginn. málfarið og umræðurnar þar stuðla að minnkandi trú á mannkynið og framtíð þess.
held við ættum að stofna sérklúbb. svona "hættiði þessu helvítis væmniskjaftæði" klúbb....þ
eða bara z fyrir zorglúbb?

Gummi Erlings sagði...

Iss, þú færð ókeypis fitusog innan nokkurra mánaða.

Sigga Lára sagði...

Þú meinar þegar öll fitan er sogin út um brjóstin?

Ojts. Fékk svo ógeðslega myndhuxun að ég snarjafnaði mig eftir meðgöngusíðuna.

fangor sagði...

ojbarastabjakk *hóst*

Nafnlaus sagði...

Hmmm.. Samkvæmt þessari fitusogskenningu hafa mín börn blásið mér í brjóst þegar þau hafa verið á því skeiðinu því að ekki minnist ég eins einasta gramms sem hefur horfið á meðan brjóstagjöfum stóð!! Öðru nær!

Varríus sagði...

Kannski er "Sigríður digra" flottara fyrir virðulega eldri móður. Með svona dróttkvæðalegu innrími og fullu nafni.

Nei, "Sigga feita" er einhvernvegin meira þú.

Sigga Lára sagði...

Já, held ég sé ekki sérlega dróttkvæð.
Maður þarf líklegast að vera af ættum presta eða héraðshöfðingja til þess.

En Sigga feita er komin af kotbændum svo langt sem hægt er að sjá.

fangor sagði...

ó ylfa, þú ert dásamleg!