22.10.05

Akkurru...

Geta helgar aldrei farið í tóma tímasóun, eins og mig minnir að þær hafi einhverntíma gert? Um helgi sér maður ævinlega fram á að þurfa að eyða hálfum degi í stórmörkuðum, sökum tómleika ísskáps, svo er alltaf eitthvað allskonar í gangi og þessa helgina er heimilið t.d. undirlagt af...

Ja, með orðum Rannsóknarskips:
"Veistu hvað er leiðinlegt við Joss Whedon? Hann talar alveg ógeðslega mikið."

Jú, það er commentary og aukaefni við Serenity, eina helgina enn. Aukaefni þessarar DVD útgáfu hlýtur að ná út yfir alla þjófabálka í heiminum. Allavega finnst mér ég vera búin að þýða svona fimmhundruðþúsundmilljón "featurettes". En hef samt sjálf ekkert fengið að sjá myndina. Rannsóknarskip er hins vegar búinn að þýða myndina og er núna að þýða commentary Whedons, sem er mikkkklu lengra og erfiðara verkefni. Enda tala Joss Whedon óstjórnlega mikið.

Síðustu málsgrein skildu aðeins Buffy- og DVD-nördar.

Annars, Lilja, Rannsóknarskip er ekki austanmaður, hann er alfarið af Eyfirskum uppruna, lengst aftur. Annars, ef menn vilja lesa sér til um okkar sögu, fram til samdráttar, þá er hún neðst á þessari síðu í arkhævinu.

2 ummæli:

fangor sagði...

ég geri kröfu á að fá að sjá þetta dót, ellegar legg ég á þig málstolsgaldur svo frekari umfjallanir hverfi. *fnæs*

Nafnlaus sagði...

Serenity er bara glettilega góð, greinilega miklu meiri peningar til ráðstöfunar en þegar Firefly þættirnir voru framleiddir. Ég huxa að þetta hljóti að verða uppáhaldsmynd Guðna Elí - vestri + Whedon???
Agnes