23.10.05

Thats it!

Nú er eitthvað alvarlegt á seyði. Er að fara að þvo rúmföt. Ekki svosem í frásögur færandi, nema ég er allt í einu gripin óstjórnlegri löngun til að strauja þau. Sem og öll önnur rúmföt sem til eru á heimilinu. Bara vegna þess að þau yrðu flottari í skápnum. Er viss um að húsfrúin Ringsted hefur ekki einu sinni upplifað annað eins. Held ég sé endanlega að breytast í mömmu mína.

Eins gott að það er leikæfing í allan dag, annars veit ég ekki hvar þetta hefði endað...

8 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Úff, þetta er hættulegt, stórhættulegt.

Spunkhildur sagði...

Ef ég héldi heimili eins og ég vildi, væru brækurnar bæði straujaðar og stífaðar.

Nafnlaus sagði...

Húsfrú Ringsted straujar ekki rúmföt. Punktur.

Nafnlaus sagði...

Hrafnhildur straujar bara þegar það koma jól. Punktur. Man hvað mamma varð sár þegar hún fann straujárnið fína sem hún gaf mér í kassanum ... rúmu ári eftir að hún gaf mér það.
Svo er skandall að við sitjum uppi með að vera líkar mömmum okkar - og ekki síst því í okkar ágætu mæðrum sem fer mest í taugarnar á okkur.

Hugrún sagði...

Ég strauja alltaf rúmföt, og raða þeim síðan í litaröð í skápinn,og ég er ekki einu sinni ólétt. Þetta mun bara versna.

fangor sagði...

heyr heyr húsfrú ringsted! nærföt og rúmföt eru ekki straujuð. þvílík fásinna.

Nafnlaus sagði...

Mmmm ... litaröð!? Fallegt!

ss

Sigga Lára sagði...

OMG. Ég er að breytast í Hugrúnu!