7.10.05

Fyrir réttu ári


sat ég einmitt á sama stað og nú. Reyndar alveg örugglega að reykja og búin að drekka svona 14 sinnum meira kaffi en í dag. Þá var ég að undirbúa haustfund á Akureyri. Algjörlega meðvitundarlaus um örlög mín. Við Vilborg fífluðumst með að þetta yrði nú eitthvað tíðindalítil samkoma. Gáðum á skráningarlistann. Þótti þar ekki úr miklu að moða. (Tekið skal fram að Rannsóknarskip var ekki á honum. Hann var sörpræs-element á hátíðarkvöldverði með skemmtandi Freyvengjum.) Freyvengir naga sig líklegast í handarbökin í dag, fyrir að hafa sleppt honum í Bandalagið þessa kvöldstund. Það varð þeim nú aldeilis að mannsmissi.

Hefði nú einhver örlaganorn bent mér á gripinn á þessari kvöldskemmtan, og sagt sísvona:
Heyrðu gæskan, eftir árið verður þú nú barasta alveg bandólétt eftir hann þennan!
Er ekki víst að mér hefði nú orðið um sel... en svona er oft framvinda lífsins undarleg. Þetta er ástæðan fyrir því að raunveruleikinn er gjarnan lítt nothæfur í skáldverk. Hann er sjaldnast trúverðugur.

Það er þetta með muninn á possible og plausible.

PS: Þessi dásamlega og heiðríka mynd er úr einleiknum "Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Róbert Redford?" eftir Jón Guðmundsson sem Rannsóknarskip leikur þessa dagana í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur. Er hann á meðal þess efnis sem flutt verður í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld, klukkan 21.00 bæði kvöldin. Miðaverð kr. 1.000.
Missið ekki af þessari einstöku upplifun.

12 ummæli:

Bára sagði...

O. Ég myndi SVO vilja koma á Þetta mánaðarlega. Dót eftir Jón Guðmunds og allt (reikna með að þetta sé sá Jón sem ég held). Bið bara að heilsa frá Útlandinu í staðin.

Sigga Lára sagði...

Já, þetta er sko hann Jón sem þú heldur. Og meira að segja mjöööög gott dót eftir hann.

Hann mágur þinn verður bara að leika þetta fyrir þig næst þegar þú kemur í heimsókn. ;-)

Nafnlaus sagði...

Hafandi heyrt leikinn lesinn verð ég að segja að þetta lítur út fyrir að vera mjög gott kast. (Svo maður sletti nú leikhúsmáli.)

Sé rannsóknarskip yðar alveg fyrir mér brillera í þessu stykki.

Nafnlaus sagði...

Hver hefði trúað því að maðurinn sem ældi á skóna sína í Noregi forðum yrði þriggja barna heimilisfaðir í Bolungarvík innan fimm ára???
Lífið er fullt af einkennilegum hlutum...

Varríus sagði...

Hlutum?


Lífið er fullt af einkennilegum mönnum!

Sigga Lára sagði...

Þessvegna er nú öll þessi spenna í þessu.

Nafnlaus sagði...

Fyrir ykkur sem eruð svona mikið útlendis (Bára og Tóró) get ég staðfest það að Rannsóknarskipið brilleraði. Þvílík frammistaða! – enda sprengdi fagnið desibilamæli Þjóðleikhúskjallarans. Ef ég væri leikrýnir gæti ég túað að orðið leiksigur kæmi talsvert oft fyrir í dómnum. Dagskráin var reyndar öll hin skemmtilegasta og snyrtimennskan í fyrirrúmi.

Nafnlaus sagði...

Hvað heitir eiginlega rannsóknarskipið?

Sigga Lára sagði...

Árni Friðriksson. (Ekki Bjarni Sæmundsson.)

Siggadis sagði...

Hurru, þetta var barasta brill :-) Mátt vera assgoti stolt af frammistöðu skipsins, trollið fiskaði vel af lófaklappi :þ Saknaði samt að sjá ekki þig og sætu kúluna yðar :-/

Ásta sagði...

Að öðrum ólöstuðum verður að viðurkennast að rannsóknarskiptið átti leiksigur þarna um kvöldið (og væntanlega aftur í kvöld.) Congrats!

Elísabet Katrín sagði...

Er Árni í gömlu jakkafötunum hans pabba? ;)
Það verður að skella á leikför norður með þetta "stykki" :)