11.10.05

Í gærkvöldi

spurði Árni mig hvort ég vildi giftast sér.
Og ég sagði já.
Og fór næstum að grenja úr rómantík.

En segið mér nú, fólk sem hefur verið trúlofað, ég veit að giftingahring hefur maður á vinstri baugfingri, en trúlofunar? Er það eins? Eða er hann kannski á hægri til aðgreiningar?

23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Þið rokkið!

Held að sumir geymi hann á hægri, skelli svo yfir á vinstri með hinum þegar þar að kemur. Sel ekki dýrar en keypti, hef enda aldrei verið trúlofaður...

Nafnlaus sagði...

Held að bókin segi hægri við trúlofun og yfir á vinstri við giftingu en held að nútíminn praktíseri það sem honum sýnist í þessu sem öðru;O)
Gratúlera með bónorðið annars....

SBS sagði...

úbbs sá ekki að maður hefði átt að vera trúlofaður til að svara þessu......

Sigga Lára sagði...

Neinei, auðvitað dugar alveg að hafa eitthvað heyrt um málið. Er mjög mikið fyrir bókina, hvaðan nördískar hefðir koma. Hafði bara ekki rekist á akkúrat þetta. En hafði grun um að þetta væri svona eins og þið segið.

Litla Skvís sagði...

Vá!!

Já, hægri fyrir trúlofun, vinstri fyrir giftingu. Eða svo sagði mamma mín mér einu sinni.

Ásta sagði...

Eins og þau sögðu - frá hægri yfir á vinstir. Eða svo er mér sagt.

Til hamingju með trúlofunina! :)

Gummi Erlings sagði...

Ekki hugmynd. En til hamingju, elskurnar! Þið eruð æði! Ekki vissi ég að það byggi svona mikil rómantík í þér, Sigga mín.

Sigga Lára sagði...

Já, hún er mörg, tíkin.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessa stóru ákvörðun. Þetta styrkir útgerðina, hafði hringinn bara í nefinu miðju og þá þarftu ekkert að elta vöngum um hægri eða vinstri

Nafnlaus sagði...

Ju minn - þú kallaðir hann meira að segja Árna. Þetta er alvarlegt og kemur út tárunum.

Berglind Rós sagði...

Juminn gússígúss, til hamingju!!! :-) Já þetta með hringana, ég hélt að þetta væri alveg meitlað í stein og allir sammála hvernig þetta ætti að vera, en komst að því að það er víst alls ekki. Ég hef alltaf haft trúlofunarhringinn á hægri og svo núna giftingarhringinn á vinstri.

Varríus sagði...

Mazeltov!

Og til lukku Árni með að hafa endurheimt nafnið. Fyrir vikið er því miður ekki hægt að byrja neina lélega brandara um skipstjórann á rannsóknarskipinu og þvíumlíkt. Hjúkk!

Spunkhildur sagði...

Váá! Til hamingju kona. Ég get lítið sagt þér um hefðir í þessa veru. Einusinni kom þetta til tals millum mín og pabba heimasætunnar.
-Verðum við að trúlofa okkur?
-Ekki frekar en við viljum.
-Hmm...
Þremur vikum seinna kom síðasta kommentið í þessu máli:
Djöfull kosta svona hringar mikið!
Þetta ku vera það næsta sem ég hef komist því að trúlofast...
TIL HAMINGJU DÚLLA!!!

Sigga Lára sagði...

Tjah, það er nær því en ég hef komist. Þangað til í gærkvöldi. Og það kom algjörlega flatt uppá mig. Kem í Nornabúðina fljótlega í hringsýningu og reikna með píkuskrækjum. Eins og í ammrískri mynd.

Nafnlaus sagði...

Vitna í ummæli hér fyrir ofan: Ju-minn. Hef sjálfur aldrei almennilega náð þessu með hringana.

Knús frá Köben.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskurnar! Kemur upp í hugann ... Árni (á sviði sl. laugardagskvöld - horfir ákveðinn út í sal): Þetta er konan - þetta er örugglega hún! Nú guggna né ekki! Negla hana!
Og hver sat út í sal og fattaði ekki neitt!??

Sigga Lára sagði...

Hmmm... Og hver var það þá á föstudagskvöldið?

Öppdeit: Hringarnir eru í minnkun og ágrafningu og okkur finnst við vera þvílíkt allsber án þeirra.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Hvernig væri að hafa hringinn á tánni?

fangor sagði...

til hamingju! ég hafði nú minns trúlofunarhring á vinstri eins og giftingarhringinn. enda ekki mikið fyrir að fara eftir kerlingabókunum. ætlaði reyndar að hafa hvorttveggja á þumlinum en eiginmaðurinn tók fram fyrir hendurnar á mér í þeim efnum.

Nafnlaus sagði...

Ja hvur andskotinn! Fyrir rétt tæpum tuttugu árum eða svo hélt ég því fram að rómantík væri rómversk hundategund, rétt eins og pólitík pólsk. Sú skoðun hefur svo sem lítið breyst … en ég verð að segja að þú kemur sífellt á óvart – og ég finn mig knúinn til að hrópa halelúja hósípósíanna og helgi hós – og sletta síðan á ykkur hjúin nýjustu afurð Mjólkursamsölunnar, sem er hamingju-ó-skyr.is.

Ég er nú bara giftur og ekki formlega trúlofaður ennþá, eða þannig, og geng barasta með (fokkoltradisjons) giftingarhringinn á hægri eins og ekkert sé. Sjálfur ligg ég síðan vafinn um hvern fingur Herborgar eins og ormur á gulli – og þetta snarvirkar.

Þegar hún fer að kalla mig Árna, þá kannski bið ég hana aðeins að draga úr rómantíkinni.

Þórunn Gréta sagði...

Til taumlausrar hamingju!

Rannveig sagði...

til hamingju góða. þetta eru aldeilis dáindis, edilonsfínar fréttir. sjálf er ég nýgift með hringinn á hægri því þar var honum komið fyrir þegar ég trúlofaðist, þar var ég vön að hafa hann og einhverra hluta vegna er vinstihöndin of feit fyrir hann.

ég mæli hins vegar eindregið með því að heimta þá bara annan á hina hendina og. til að gæta fyllsta jafnréttis, einn í nefið og annan á tána.

Elísabet Katrín sagði...

Það eru aldielis fréttir!
Til lukku :) Þið verðið nú að skella ykkur í trúlofunarferð norður yfir heiðar fljótlega :)
Kyssið hvort annað frá mér ;)