9.10.05

Mánaðarlegt

í Þjóðleikhúskjallaranum sýndist mér fara ljómandi fram. Við Smábátur brugðum okkur í gær og þótti hin besta skemmtan. Og komin er umfjöllun á Leiklistarvefinn, fyrir þá sem af misstu. Í dag er ég eiginlega óvíg eftir, en það er nú í góðu lagi, á hvort sem er ekkert erindi frammúr, get sem best verið kjur hér á meðan ég skrifa graðan prest. Og Rannsóknarskipið hefur verið sent út af örkinni, í rannsóknarleiðangur, til að gá hvort til eru hitapokar í voru samfélagi.

Fór þó örlítið í samfélag mennskra til að taka á móti hálfu höfundagengi Jólaævintýris sem kom við í eldhúsi voru, raulaði fyrir mig nýsaminn upphafssöng og lofsöng skemmtilegheit og hæfileikaríkni leikhópsins, sem eru með eindæmum.

Mikið lifandi skelfingar ósköp og ofboðslega verður þetta nú gott leikrit.

Og þá er ekki eftir neinu að bíða með að skrifa síðasta atriðið sem liggur á mínu teikniborði!

4 ummæli:

Ásta sagði...

Einhvers staðar á ég svo til ónotaða gamaldags hitapoka ef þig vantar slíkt.

fangor sagði...

þeir eru til í öllum stærðum og gerðum. ég mæli með svona þunnu rafmagnsteppi líka, það er hægt að liggja á þeim án vandræða..

Sigga Lára sagði...

Rannsóknarleiðangur bar 200% árangur. Er nú stoltur eigandi bæði gamaldax hitapoka og rafmagns-hita-teppis. Er betur útbúin en meðalgamalmenni.

Gummi Erlings sagði...

Ég á líka tvo, einn meir að segja með víbringi. Svo á ég líka Clairol fótanuddtæki inni í geymslu, ef hugur þinn snýst til fótabaða heillin mín.