14.10.05

Mér hefur vaknast skilningur

á gsm síma Rannsóknarskips. Þessa dagana eigum við nefnilega ýmislegt sameiginlegt. Þegar téður sími liggur einhversstaðar hreyfingarlaus og er ekki í notkun, líður honum vel og þykist vera með fullt battrí. En svo um leið og á að fara að brúka hann bípir kvikindið og slekkur á sér alveg undireins.

Svoleiðis er ég núna. Fín ef ég ligg einhversstaðar, helst sofandi, en orðin battríslaus um 5 mínútum eftir að ég rís. Sennilega var það alveg hárrétt sem frú Ringsteð sagði, snemma í ástandinu, mar er orðinn alltof gamall til að vera aððessu.

Og, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hollt mataræði, virðist mig farið að skorta flest. Aðallega blóð. Þarf að taka járn. Vantar líka kalk, en kalkríkan mat má ekki borða neitt nálægt járntökum. Heldur ekki brjóstsviðalyf. Og allir sem ég tala við eða les eru hver ósammála öðrum um ágæti mjólkurvara. Þannig að þetta er svolítið ruglandi. Og púsluspil.

Annars ég er að léttast, sem ég á örugglega ekki að vera að gera, en lítið við því að gera þar sem allt sem er járnríkt er einstaklega ófitandi. Og svo er heldur ekkert pláss fyrir sérstaklega mikinn mat innra með mér núna. Þar er allt undirlagt af öðru fólki sem stundar mikla líkamsrækt. Þessutan kann ég ekki að éta á meðan ég sef. Sem er næstum alltaf. Og svo þykjast menn geta étið á sig spik í þessu ástandi.
Svo ég vitni aftur í frú Ringsted: I don't get it.

9 ummæli:

Bára sagði...

Þú heppin! Hugga systir myndi einelta þig til dauða ef þú yrðir feit það sem eftir er ævinnar.

Sigga Lára sagði...

Hmmm... Held samt kannski að það sé skemmtilegra að vera feitur heldur en sofandi öjmingi...

Nafnlaus sagði...

Í horinu er gleðin.

Nafnlaus sagði...

Þú átt alla mína samúð. Fátt leiðinlegra en að vera ólétt! Þó vakti það nokkra gleði í einhverri blóðbankaheimsókn minni að sjá að lakkrískonfekt er mjög járnríkt!! Og ÞAÐ er fitandi. Það hef ég reynt á eigin kroppi, auðvitað í þágu vísindanna!!
Járnlyf eru ógeð og valda magaverkjum. Þú verður bara að borða hafragraut og slátur á morgnana, hvorutveggja mjög járnríkt. Þá geturðu borðað skyr í hádeginu, (kalk og D-vítamín, muna bara að hafa rjóma útá svo að fitan leysi upp D-ið) Ávexti í kaffitímanum, stútfulla af vítamínum og síðan góðan kvöldmat að eigin vali. Ég æti alltaf á grænum kosti, byggi ég í RVK, a.m.k þrisvar í viku. Þá er hægt að borða hvað sem er hin kvöldin með góðri samvisku...
Mundu bara eftir að fá nóg af trefjum. Svo að gyllinæðin fari ekki að angra þig!! Tíhí...

Þessi fróðleikur var í boði Frú Ringsted. Verði þér að góðu.

Hugrún sagði...

Hí hí, já var einmitt búin að hugsa mér að einelta þig ef þú yrðir feit, ekkert gagn í að vera klár ef maður er feitur.
Er sjálf aðeins að léttast. Skipti úr kóki yfir í súrsunarmysu, hún er örugglega kalkrík.

Bára sagði...

Súrsunarmysu! Ef maður fær ekki magasár af því þá veit ég ekki hvað

Spunkhildur sagði...

Skv. niðurstöðum mínum þjást um það bil helmingur íslendinga að niðuráviðgeðsveiflu þessa dagana vegna snemmkomu skítaveðurs og myrkurs. Ef maður sé óléttur má reikna með að finna þörf fyrir að leggjast í hýði.
Éttu það sem þér sýnist. Hafðu það eins og þér bezt þykir og láttu þér líða vel. Kafbáturinn stelur frá þér og þú færð mörg ár til þess að vinna úr komandi heilsuleysi, ef verður. Það sem skiptir öllu máli er að þú hafir það sem bezt, konur í Afríku sem fá ALDREI að borða eignast feit börn. Það hef ég séð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, og ekki ljúga þeir.

Nafnlaus sagði...

Þurrkaðar apríkósur eru járnríkari en nánast allt annað. Úr nógu að moða.

Nafnlaus sagði...

Ef ég væri næringarfræðingur myndi ég segja fólki að éta það sem úti frýs ... bara til að sjá svipinn á því.

En þetta er kannski option núna Sigga þegar tíðarfarið er orðið eins og það er???