28.10.05

Ríki Anns

Er alveg að fara að taka nokkur geðstropsköst af annríki. Af hverju segist maður alltaf ætla að gera eitthvað? Helgin er svo þéttbókuð af leikæfingum að annað eins hefur ekki sést. Held ég hafi aldrei... eða allavega ekki oft, lent í að hafa 2 leikstjórnarverkefni í einu. Þetta er auðvitað fávitaháttur.

En væri samt allt í ljómandi lagi ef ekki væri allt í einu kominn bylur, og einhverjir menn héngju ekki utan á skrifstofunni minni og gerðu geðveikan borhávaða, núna bara alveg vikum saman. Heyri ekki sjálfa mig huxa í vinnunni og er þess vegna alltaf að klúðra einhverju geðveikt illa.

Eníhú. Það verður samt gaman að allri geðveikinni um helgina. Fyrsta upprifjunaræfing á Bara innihaldið í fyrramálið (svo framarlega sem einhvern tíma verður hlé á hávaðanum svo ég geti hringt í annan leikarann minn) og fyrsta rennsli á Jólaævintýri eftir hádegi. Það verður nú forvitnilegt. Það hefur enginn í heiminum hugmynd um hvernig þetta leikrit er í laginu, eða hversu langt það er. Huxa að höfundar/leikstjórar verði ruglaðastir allra. Baunasúpa verður svo étin um kvöldið.

Nú kom frú Ringsted í kaffi, svo best er að hætta að barma sér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og takk fyrir kaffið, bráðumfrú Rannsóknarskip. Það var hreint afbragð!!
Sjáumst í súpunni!