4.10.05

Sýnishorn

Það er miður dagur og allt eðlilegt fólk í heiminum er í vinnunni.

Í einni skrítinn íbúð í Vesturbænum er þó annað uppi á teningnum. Inn kemur níu ára drengur og kveðst hafa verið í Nornabúðinni. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta tilkynnir hann manni sem stendur á miðju stofugólfi, undarlega til fara, og æfir eintal. Eftir stutt samtal sest sá minni niður við eldhúsborðið og fer að skrifa sögu sem gerist úti í geimnum og fjallar um plánetuna Kók-Læt.
Í skáp undir stiganum situr kona fyrir framan tölvu, undarleg í laginu, skrifar einhvern fíflagang og raular fjörugt og glaðlegt lag fyrir munni sér. Ef grannt er hlustað er hins vegar ekki hægt að heyra betur en að textinn byrji eitthvað á þessa leið: Nú er hann dáinn, dáinn...
Á efri hæðinni situr kona fyrir framan aðra tölvu með næstum fullskrifaða skáldsögu á skjánum og skeggræðir deddlæn og bókarkápur við Forlagið.
Stór og skeggjaður maður kemur af ráðstefnu í útlöndum hvar hann var að snapa styrki í rannsóknarverkefni um jarðhræringar.

Þegar þetta fólk má vera að því að tala saman er gjarnan rætt um leikrit, sýningar og kvikmyndahátíðina. Raunveruleikann ber sjaldan á góma.

Ekkert af þessu er einu sinni lygi.
Þetta er heimilislífið mitt.
Held ég hafi loxins náð lífstakmarki mínu og heimili mitt er artí og menningarlegt.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég las fyrst, það er ÞVÍ miður dagur, skildi bara hvorki upp né niður :-D