26.12.05

Þá er búið að jóla...

...dáldið. Og öll fjölskyldan komin með appelsínuhúð með negulnöglum. Ég hef aldrei fengið annað eins gígantískt magn jólagjafa, eins og sést á mynd með jólakveðju, og pakkana sem lágu ofan á Kafbáti átti hann sjálfur. Já, einhverjir ættingjar misstu sig í barnafatabúðum fyrir jólin og Kafbátur fékk soldið af hryllilega sætum oggupoggufötum. Sem hann vex upp úr ef ég borða eina jólasmáköku í viðbót.
*Hrámm* Þar fór það.

En nú vil ég bara að hann fari að fæðast. Mig langar að klappa honum. Hef líka ákveðnar áhyggjur af því að ef hann þarf að þrífast þar sem hann er staddur yfir áramótaofátið líka, verði ég búin að gera hann að krónískum offitusjúklingi fyrir fæðingu. Ekki yrði það nú fallegt afspurnar.

5 ummæli:

fangor sagði...

svona nú, 6.janúar, segi ég og skrifa. það er auðvitað fráleitt að eiga milli hátíða. engar áhyggjur af því að´þú étir krakkann í spik, ekki fyrr en eftir 40 vikurnar sem það fitnar fram úr hófi. þú lætur hann bara sjúga utan af þér mörinn eftir jól...

Gadfly sagði...

Ástæðan fyrir því að blogger setti lengdarmörk á mínar færslur var sú að ráterinn ræður ekki lengur við blogger eftir að boðið var upp á þann möguleika að senda myndir inn beint (án þess að nota hexia eða picasa)

Ráðið við þessu er að kasta ráternum af mjög miklu afli í hausinn á einhverjum af starfsmönnum þjónustuvers Satans og tilkynna einbeittan drápsvilja ef ráternum þínum verði ekki breytt eða skipt út fyrir annan nothæfan þér að kostnaðarlausu, hið snarasta.

Nafnlaus sagði...

Pah.. SJÚGA MÖRINN HVAÐ??
Ég veit ekki betur en að mínir drengir hafi beinlínis BLÁSIÐ í brjóstin á mér....

Sigga Lára sagði...

Aha! Ráterinn! Skal athugast hið snarasta!

Nafnlaus sagði...

Aha! Sjúga mörinn úr ráternum, blása í hexia picasa og éta blogger í spik. Best að muna þetta ef bloggtröllið skyldi taka mig.