25.1.06

+12

Áhugaverður morgunn. Fæðingalæknirinn var rétt rúmlega 12 ára. Hann framkvæmdi frekar þjáningafulla skoðun og tilkynnti svo að leghálsinn á mér væri lokaður og læstur og næði hálfa leið til Öxarfjarðar. Í framhaldinu á ég að leggjast inn á meðgöngudeild fyrir allar aldir á föstudagsmorgun þar sem hafist skal handa við að "troða upp" ýmsu dóti sem ku eiga að koma af stað fæðingu. Er ekki viss um að ég hafi mikla trú á að það hafist... Það sem hefur aldrei gerst áður...

Bibba- og Siggudísardagur virðist allavega ætla að vera tíðindalaus, eins og barneignadagur Rannveigar sem var í gær.

Og þá er best að reyna að hlýða fyrirmælum ljósmæðrafélaxins og sofa til föstudax.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meðgöngudeildin er dýrðarstaður - já, muna eftir inniskónum. Best að taka Pollýönnu með sér og láta hverri stund nægja sína þjáningu eftir að tilraunir hefjast. Taka stílum og drippum og allskonar dótaríi með gleði og yfirvegun og hugarfarið: En hvað það er gaman að prófa þetta :o)- getur fleytt manni helv... langt....fönn fönn fönn

Siggadis sagði...

OIJSIGGA! Ef þú ert að fá fokkins puttan með nornanöglinni á kaf upp í þig þá segi ég bara.. láttu svæfa þig strax! Þetta var notað þegar Alli vildi ekki koma og hann var stórskaddaður á hausnum greyið þegar hann kom lox... annars held ég/vona að þeir séu komnir með aðra tækni en þá sem var notuð fyrir 12 árum :-) Wdomtt!

Bára sagði...

Fyrirgefdu fàvìsina, en væri ekki gàfulegra ad skera gat à magann til ad nà krakkanum ùt. Thad er stundum gert.

Nafnlaus sagði...

Gerðu bara eins og ég, biddu læknirinn að koma með tér afsíðis og hótaðu að hoppa fram af svölunum ef hann framkallar ekki fæðingu STRAZXXXXXX!

Nafnlaus sagði...

"Af hverju sagði enginn mér að keisaraskurður væri svona mikið mál" heyrði ég eina grenja á sínum tíma....

Nei nei, vont er gaman, bara spurning um hugarfar

Nafnlaus sagði...

Þessi dagur er ekki búinn enn..

Spunkhildur sagði...

Ég vildi að ég ætti einhver svör. Ef þú getur sofið, sofðu þá. Gangi þér vel gæskan, þetta er leiðindamál "the miracle ef birth" en maður kemst framúr þessu einhvernveginn. Dagur kom í heiminn í sömu andrá og Kópavogur var kosinn mesta skítapleis á landinu og mér fannst það fyndið þó ég væri að fæða barn, og leið soltið asnalega að vera glotta á milli einhverra rembinga.

Sigga Lára sagði...

Svo getur maður meira að segja Pollýannað fram að framköllun/fæðingu líka. Ég er allavega búin að vera að því. Alltaf á kvöldin og nóttunni, þegar barnið sparkar geðvonskulega og lengi í innviði mína, þá hlusta ég á þögnina og VEIT hvað ég er heppin að það skuli ekki vera farið að heyrast í því...

Sigga Lára sagði...

Haha! Eins og gárungarnir segja þessa dagana:

Það er gott á þig að búa í Kópavogi!

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með kröftugri fullnægingu.

Nafnlaus sagði...

Úff púff, fullnæging já og hlaupa upp og niður stigana. Helst líka að reyna að komast í dáldið mikla geðshræringu. Þú gætir beðið manninn um að segja þér að hann elskaði þig alls ekki og vildi skilja við þig, þá fer fæðingin örugglega af stað....
Annars bestustustustustustustu óskir frá einni sem hefur aldrei verið sett af stað :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú komið ansi nálægt mínum afmælisdegi. og ekki þætti mér það ónýtt að fá skapandi barn til í afmælisgjöf eftir viku þ.e.a.s 2. febrúar. Ég bíð spenntur

Nafnlaus sagði...

Þetta átti ekki að Anonymous áðan heldur Júlli

Gummi Erlings sagði...

En hvernig vitum við þegar þetta gerist? Ekki bloggaru frá spítalanum?

Blogger segir: TCHGA!!!

Sigga Lára sagði...

Júlli: Á fimmtudag í næstu viku? Ertu bilaður? Og missa kannski af Desperate Housewifes!?!

Gummi: Rannsóknarskip er búinn að læra á bloggið og mun setja inn helstu upplýsingar þegar hann kemur heim með einhverjar fréttir. En það er aldrei að vita hvenær um helgina það verður. Annars er ég líka að huxa um að senda sms á Júlíu Hannam, sem verður yfir á tiltektardegi hjá Hugleik á laugardag. Ætti eiginlega að auglýsa það til að gá hvort það virkar ekki hvetjandi á mætingu.