26.1.06

+13

Jájájá. Þá er nú þessi aldeilis ljómandi skemmtilegi hangitími að renna sitt skeið. Best að nota tækifærið og þakka kærlega fyrir allan veittan stuðning, hollráð, brandara og fallegar huxanir sem eru gjörsamlega búnar að streyma til okkar Árna í gegnum kommentakerfið og alheiminn síðustu vikur. Þrátt fyrir allt hangið þá verður nú því mikilvægasta náð. Að eiga um helgi þegar ekkert er í sjónvarpinu, og vera búin að því áður en Lost og Desperate Housewifes hefja göngu sína.

Eitthvað var ég búin að hugsa um hvort okkur yrði svefnsamt þegar komið yrði svona afgerandi deddlæn á dæmið. En það varð okkur sko heldur betur. Eftir 16 tíma svefn síðasta sólarhring er ég núna að láta heimilið undirgangast meiriháttar tiltekt og viðringu til að reyna að undirbyggja sömu svefnsemi næstu nótt.

Mér skilst að morgundagurinn gæti orðið dáldið langur og leiðinlegur, en við erum við öllu búin, búin að pakka kotrunni, sjóorustunni, Gísla Halldórssyni að lesa Góða dátann Svejk, fartölvunni og 3. seríu af Angel. Meðal annars.
Og svo er bara að sjá hvað zetur.

1 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Gangi ykkur obboslega vel í dag.