25.1.06

Stjörnuvitlaus?

Stjörnukort Godots fer að verða hið áhugaverðasta. Fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir að hann fæddist steingeit skv. vestrænni stjörnuspeki og tréhani skv. þeirri kínversku. Einhvers staðar var ég búin að gera persónlueikaspá byggða á þeim vísindum. Nú er hann hins vegar kominn vel inn í vatnsbera og ætti að vera mjög eindreginn slíkur. Ekki nóg með það, heldur eru kínversk áramót á sunnudaginn. Hann fæðist því líklega 1 til 2 dögum fyrir þau, og verður því einhvers staðar á milli þess að vera tréhani eins og mamma mín, og eldhundur eins og pabbi minn.

Þetta barn gæti því átt við mjög alvarlega margklofinn persónuleika að stríða, svo það gæti komið sér vel fyrir það að eiga móðursystur sem er vel útfarin í barnasálgreiningarferlum.

Er annars búin að gera eins og mér var sagt og sofa í allan dag. Annars finnst mér orðið að enginn hafi nokkurn tíma sagt nokkuð annað við mig en að ég ætti að fara rólega og varlega og hvíla mig. Hlakka til þegar ég má fara að fara órólega, óvarlega, hvíla mig ekki neitt og fá mér bjór!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gleymdi að segja að kvöldið áður en ég eignaðist tvíburana fékk ég mér hvítvín, ca. 1/2 flösku (ólétt ljósmóðir drakk hinn helminginn!!). Ég tel að það hafi hjálpað.

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur svakalega vel á föstudaginn. Var akkúrat í þessari stöðu fyrir rúmum fjórum árum. Allt lokað og læst og fyrsti stíllinn virkaði ekki baun. En klukkan 8.00 fór vatnið og barnið kom 23.54. Ekki mjög skemmtilegur tími þar á milli, hafði ekki einu sinni lyst á súkkulaði og þá er nú fokið í flest skjól. En allt hafðist þetta og síðan hef ég eignast tvö stykki með níu mínútna millibili og gekk það eins og í sögu. Þetta verður frábært eftir á, og kannski einnig undervejs.
Hugsa til ykkar. Kveðja frá Danmörku.

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga. Þrátt fyrir alla kaldhæðnislegu stríðnina og fimmaurabrandarana sem hér hafa fokið eins og hvert annað ekiuik, þá óska ég þér auðvitað góðs gengis og segi poj poj. Þú ert um það bil að upplifa eina af stærstu dásemdum lífsins og ég hálfpartinn öfunda þig, þrátt fyrir að vera búin að fá minn skerf! Það jafnast ekkert á við það að halda á glænýjum einstaklingi í fanginu og upplifa laun erfiðisins. Þetta er jú auðvitað það sem lífið og náttúran skapar okkur til að gera. Þegar Birnir fæddist, og hann var sá eini sem "fæddist," þá sendi rammgöldrótt ömmusystir mín mér þrautþjálfaða ljósmóður að handan af því að ég þráði svo að "fæða" eðlilega. Það gekk eftir og nú bið ég þessa formóður mína að vera þér innan handar með öllum þeim yfirnáttúrulegu öflum sem ég bý yfir... ef einhver eru ;)
Gangi þér sem best sem og litla krílinu þínu og mundu að þetta tekur enda, jafnvel þó að það sýnist ómögulegt á köflum ;)
Þín vinkona, Ylfa

Gadfly sagði...

kvussslags eiginlega þrjóskublóð gengurðu með kona. Í þínum sporum myndi ég nú bara svara dömunni með því að byrja að rembast og sjá hvort hún lætur þá ekki undan.

Spunkhildur sagði...

Gangi þér vel. Hugrún litla nafna mín er sennilega bara svo mikil díva að hún nýtur þess að láta bíða eftir sér. Ég vona að ykkur gangi allt í haginn og er ekki frá því að Eva hafi rétt fyrir sér með rembinginn. Ég þurfti að fara á ball til að hrista þetta úr mér.

Spunkhildur sagði...

Pant fá mér líka bjór með þér þegar þar að kemur.

Hugrún sagði...

Hvaða bull er þetta! 12 ára læknir og langur legháls. Ekki gengurðu með Barbabappa, hvernig á krakkin að komast út um þinn langa legháls. Verður þetta ekki eins og að koma kengúru út um vatnsslöngu?
Lemdu í borðið og heimtaðu keisara, það myndi ég allavega gera ásamt nokkrum vel völdum orðum.
Og ef fæðingin tekur meira en 4 tíma er alltaf nóg pláss á forsíðum einhverra dagblaða.