7.1.06

Afjólun

stendur yfr. Og með nokkrum hamangangi ef vera kynni að fæðing gæti hristst af stað. Er mjög fylgjandi því að reyna að brúka einhverja helgina til slíx. Smábátur er einmitt hjá afa sínum og ömmu núna og ekkert í sjónvarpinu. En, allt kemur fyrir ekki, Kafbátur rígheldur sér þar sem hann er og vill bara alls ekkert neitt fara að taka þátt í þessu.

Svo myndaði ég mér nokkrar skoðanir, svona á milli blunda:

Sharon: Er ekki dauður enn. Týpískt að hann skuli taka upp á þessu núna, þegar hann var loxins farinn að gera eitt og annað af viti. Hins vegar hefur mér nú tvo daga í röð orðið frekar bylt við þegar fréttir hefjast á stöð 2 og þar birtast menn með gredduglampa í augum og eru mjööög spenntir, já og beinlínis glaðir, yfir þeirri svakalegu "frétt" að einhver frægur og valdamikill skuli nú vera að drepast. Held að sólarhringsfréttavakt NFS sé að gera það að verkum að ákveðinn hópur fólks sé nú endanlega að missa raunveruleikaskynið.

Biskup: Heldur að með því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra séum við að fleygja hjónabandinu sem slíkur fyrir hund og kött. (Sem er fyndið, þar sem fólk í Ammríku er búið að vera að gifta hunda sína og ketti áratugum saman.) Ég sé hins vegar bara ekki neitt að það rýri eitthvað gildi, t.d., míns fyrirhugaða hjónabands þó samkynhneigðir megi ganga í svoleiðis líka. Við erum búin að heimila skilnaði, framhjáhald er næstum algengara en ekki, sérstaklega á Íslandi. Þetta eru staðreyndir rýra gildi hjónabands ef það er þá eitthvað hægt. Annars held ég að það sé undir þeim einstaklingum sem í hverju hjónabandi fyrir sig eru hvort það "kastast fyrir róða" eða ekki. Og að biskup skuli halda að samkynhneigðir muni sjálfkrafa vanvirða "stofnunina" finnst mér nú bara lýsa þröngsýni og eh... fordómum-gegn-samkynhneigð-isma á hæra stigi en ég hélt að fyrirfinndist í þessu þjóðfélagi.

3 ummæli:

Magnús sagði...

Þessi biskup er ódannaður fasisti og að þjóðkirkjan ráði einhverju um svona mál er fáránlegt. Mér er óskiljanlegt hvernig hann kemst upp með sitt endalausa þvaður um frið og kærleika og að markaðssetja sjálfan sig sem eitthvað alternatív við neikvæðar hliðar lífsins. Gerpi.

Nafnlaus sagði...

1
Það tók mig talsvert langan tíma að skilja setninguna:
„Smábátur er einmitt hjá afa sínum og ömmu núna og ekkert í sjónvarpinu.“ – Geyma þau yfirleitt veslings barnið í sjónvarpinu, hugsaði ég. Eða er hann að vinna þar? Er hann búinn að vera fastagestur á skjánum? Er hann maraþonfréttabiðill á NFS? Svo rann upp ljós.

2
Hvað haldið þið að legsteinninn hans Ariels Sharon verði kallaður? Rétt! Sharon Stone.

3
Guði sé lof fyrir bloggið. Þakkaðu fyrir að fara ekki tólf daga fram yfir, hangandi í símasnúru eins og konan mín upplifði með okkar fyrsta barm fyrir tæpum tíu árum. Þú veist að nú treysta allir á fréttir af hríðindaleysi reglulega ... en það sem verra er ... bloggfærslna á milli hríða. Og lágmark eina færslu mínútu eftir burð, þótt fartölvustatífið hafi mögulega fallið dáldið saman.

4
Tillaga dagsins b: Cuwbzhuv Árnabarn

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta var vitlaust. Fyrsta barm á auðvitað að vera fyrsta barn. Og svo er ófyrirgefanleg beygingarvilla í bloggfærslna, sem á auðvitað að vera bloggfærslur. Maður treystir nebbla á þolfall, ekki eignarfall.

P.S. Ekrpqx Árnabarn????? Þú segir bara stopp!