6.1.06

Tíðindalaust

af vesturbæjarvígstöðvunum. Ekki virðist ég ætla að eiga barn á þessum degi álfa og umskiptinga. Tja, nema svínið sem Rannsóknarskip er að elda af mikilli list ætli að hafa einhver stórkostuleg áhrif.

Og í kvöld lýkur sýningum á Jólaævintýrinu okkar. Það er nú búið að vera gaman að því og það hefur nú aldeilis gert það gott. Ætlaði alltaf að gera topptíu lista af eftirminnilegustu áhrifamáttum þeirrar sýningar og setja hér, en held ég sé of sybbin í dag til að vera fyndin. Enda ekkert verra að gera hann á morgun, kannski.

Virðist hneygjast mest til meðvitundarleysis þessa dagana, og reyndar við hjónaleysi bæði. Trúlega hefur gripið okkur einhver forspá, þar sem skrokkar vorir, líf og andir vita að innan nokkurra vikna gæti svefnfriðurinn verið úti á þessu heimili, endanlega!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég man hvað þessir síðustu dagar voru hriiiikalega lengi að líða! Vona að allt gangi vel þegar kemur að stóra deginum! Tékka á blogginu þínu daglega til að athuga hvort eitthvað sé að frétta :) Kveðjur frá Frakklandi.

Berglind Rós sagði...

Híhí, er það tilviljun að þið systur bloggið tvær undir yfirskriftinni "Tíðindalaust" með tveggja tíma millibili? :-)

Sigga Lára sagði...

Hihi. Já, svona erum við nú samrýmdar, þó höf og álfur skilji að...

Annars var spamskrímslið loxins að ná í skottið á mér. Fékk spamkomment. og hafði lox ástæðu til að virkja þennan skemmtilega stafaruglsfídus sem allir eru komnir með.

Þannig að, cwsky.

Bára sagði...

Díses! Ég skal passa að lesa bloggið þitt betur áður en ég blogga. Það er fáránlegt að stela annarra manna tíðindaleysi. Sorrí.

Nafnlaus sagði...

Stafaruglsfítusinn á eftir að koma sér vel við nafnaleitina. Bktgnw Árnabarn er öndvegisnafn. Framarlega í stafrófinu og erfitt að afbaka.

Btw. Gleðilegt ár, með góðar og blessaðar hríðir.