3.2.06

Biðst innilega afsökunar

á þessu fréttahléi sem hér hefur orðið. Móðurskipið er bara búið að vera óttalega lasið og rúmfast eitthvað, en missir nú um kíló af lyfjabjúg á dag, er líklega að ná eitthvað upp blóðbirgðum og er allt að skríða saman.

Freygátan hefur líka náð tökum á helstu lystisemdum lífsins, borða og sofa. Og það gerir hún nú án afláts. Hún er líka búin að fara í 5 daga skoðun til barnalæknis og öskra þar svo hátt að hún var tekin fram fyrir í röðina.

Smábátur og Rannsóknarskip héldu norður yfir heiðar í gærmorgun. Skipið þurfti að mæta í skólann sinn og Báturinn fær að heilsa upp á föðurfólkið sitt á meðan. Hinn nýbakaði faðir kemur aftur í kvöld og þykir fjarvistin hafa verið meira en nógu löng, skilst mér. Á meðan er mamma mín hér að passa okkur, gera alþrif á heimilinu og stjana við barnið. Og ég ligg bara eins og prinsessan á bauninni.

Af málum umheimsins: Mikið djöfull svakalega byrja bæði Lost og Desperate Housewifes vel! Ætti að gera góðan skurk í baráttunni við fæðingarþunglyndið. Og svo skilst mér að Hugleikur sé að undirbúa Mánaðarlegt sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaxkvöld, en þar verður m.a. sýndur einþáttungurinn Gegnumtrekkur eftir mig og ömmu mína. Allir ættu að drífa sig sem vettlingi geta valdið, en ég er hrædd um að ég missi af þessu mánaðarlega um sinn. (Hihi... jih... tvírætt maður...)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjörlega dásamlegt. Takk fyrir þessa ljómandi skemmtilegu hryllings-fæðingarsögu. Þú ert þá búin að prófa þetta og lendir EKKI í öðru eins aftur.

fangor sagði...

hva, missa af? ég held nú síður, ef þú verður komin til meiri heilsu getum við setið yfir þennan klukkutíma sem þú ert að sjá verkið ykkar ömmgnanna flutt...

fangor sagði...

það er alltént komin upp sú kenning hér á heimilinu að amma+stúlkubarn teljist ömmgur, afi+strákur öfgar....

Sigga Lára sagði...

Hihi. Já, ég fórnaði reyndar aðeins sannleikanum fyrir tvíræðnina í þessari færslu, en staðreyndin er sú að ég ætla nú að reyna að sjá Mánaðarlegt, allavega þeim megin hlés sem verk okkar ömmga verður sýnt. Ef ég verð nokkurn veginn á löppum.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með freygátuna litlu. Líst vel á að það sé til kvenfólk sem gefur rétta mynd af barneignum, ekki rómantiseraða versjón!!!
Bestu kveðjur til ömmunnar og flotans alls!!
Sesselja

Nafnlaus sagði...

Herra GUÐ, hvað þetta var dásamlega krassandi lesning. Ég verð svei mér að fara að rifja upp fæðingarnar mínar til að verða samkeppnishæf!!!
Þetta er EKKI gott og ÞVÍ SÍÐUR gaman. Ekki að mínu mati að minnsta kosti. En þeir segja að eftir eitt eðlilega fætt barn sé allt svo "opið" (ógeðslegt orðalag) að þetta skotgangi næst. Sel það ekki dýrar en ég keypti það, þessu lugu þau blákalt framan í mig, heilbrigðishyskið og sannfærði mig um að ég mydni ekki einusinni þurfa mænudeyfingu fyrst ég hefði fætt 16 marka barn "eðlilega" áður. Þetta var lygi. Kannski virkar þetta svona hjá eðlilegum konum. Ég þekki ekkert svo margar svoleiðis svo að ég er ekki dómbær á þetta.
En mikið samgleðst ég þér með þetta allt saman og sérstaklega að lyfjaspikið sé að renna af. Það er alltaf til bóta. Ég óska þér hinsvegar ekki til hamingju með skálastærðina. Hún er ekkert eftirsóknarverð, trúðu mér.
Og kysstu Hrafnkötlu Auðhumludóttur frá okkur hér í sveitinni.
bzuaut and out!