3.2.06

Fyrir kjeellingarnar...

Ég veit að ákveðinn lesendahópur hefur mikinn áhuga á meginatriðum varðandi fæðingu og heilsufar. Hér ætla ég að reyna að gera þeim lesendahópi til geðs. Viðkvæmar sálir ættu að hætta að lesa hér. Þetta þarf að vera í nokkrum pörtum vegna sérvisku bloggers um færslulengd.

Það var byrjað að gangsetja fæðinguna eldsnemma á afmælisdegi Mozarts. Ekkert fór þó að gerast fyrr en seint um kvöldið og mig minnir að verkir hafi verið komnir á fulla ferð um svona tvöleytið um nóttina. Svo gerðist önnur þróun mjööög hægt. Þegar ég gat loxins farið að fæða eitthvað var ég sem sagt búin að vera með brjálaðar hríðir á 5-7 mínútna fresti, þegar lengst var á milli, í 14 klukkutíma. Það var nú eiginlega stóra vandamálið.

Konan sem ekki ætlaði helst að fá nein lyf fékk þau öll, og undanþágur til að fá meira en ráðlagðan dagskammt af ýmsu. Fékk Phedidín tvisvar (og er mjög morfínskyld síðan) og bætt var á mænurótardeyfingu nokkrum sinnum, en hún virkaði ekki sem skyldi. Það þurfti 4 tilraunir til að koma henni á nokkurn veginn réttan stað, en í ljós kom að ég er ekki hönnuð eins og eðlilegt fólk og hún virkaði aldrei almennilega. Þegar þar var komið sögu var ég hins vegar komin alveg út úr heiminum af verkjum og glaðlofti og fyrra phedidíninu þannig að ég held ég hafi ekki sagt neitt sérstakt við svæfingarlækninn. (Árni segir mér reyndar að þegar sérfræðingur 2 ætlaði að fara að stinga í 4 skiptið í bakið á mér hafi ég sagt: "Mig langar ekki til þess." Sel það ekki dýrar en ég keypti það.)

8 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Líður svolítið eins og ég hafi farið í ferðalag norður á Akureyri og um það bil 13 ár aftur í tímann. ÍÍÍÍgghhh...
Verkjalyfin á Akureyri voru hinsvegar búin þegar ég var þar og súrrelískasti morgun alheimsins var þegar óféti í hvítum slopp kom með klaka í poka til þess að lina þjáningar mínar. Hvað er nú það???

Hin fæðingaraðferðin, þ.e. að allt gangi eins og í sögu, er miklu skemmtilegri og ég mæli með henni.

Berglind Rós sagði...

Já það er margt kunnuglegt í þessarri sögu... En svona fyrir þær sem ekki hafa prófað, þá er þetta samt svo ótrúlega magnað og ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessari lífsreynslu! Meira að segja sagði ég það strax fyrir þremur og hálfu ári síðan, þó ég segði líka þá að ég myndi ekki gera þetta aftur. Núna er ég bara spennt að vita hvort þetta gengur ekki betur næst :-)

Bára sagði...

Díses kræst!

Ég verð nú bara að vera sammála Skottu í þessu máli.

Ekki allar kjeeellingar langar til að eignast börn.

Sumir vilja bara leika sér. ALLTAF

Sigga Lára sagði...

Eins og rækilega var tekið fram í upphafi þessarar sögu er hún eingöngu fyrir þá SEM ÁHUGA HAFA. Það var sérstaklega tekið fram til þess að Bára og Skotta gætu hætt að lesa.

Fer að hafa þær grunaðar um meiri áhuga á málinu en þær vilja vera að láta.

Bára sagði...

Að sjálfsögðu hef ég áhuga á að lesa það sem þú skrifar systir sæl. En það þýðir nú ekki að ég vilji upplifa það allt sjálf.

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Skrítið að þurfa að taka það fram... Veit ekki um neinn sem langar að upplifa erfiða fæðingu. mig langaði til dæmis ekkert til þess.

Kannski rétt að taka það fram að þó ég segi frá ýmsum uppátækjum og ævintýrum á þessu bloggi er ég ekki endilega að segja: Try this at home!

En ég vil taka það fram að mér finnst hreint engin skylda að allir eignist börn. Menn ráða því náttlega bara alveg.

Sigga Lára sagði...

En ég held það borgi sig nú ekkert að vera að gera sér einhverja staðalímynd af fæðingum. Mér heyrist engar tvær vera eins. Og ekki er munstrið ættgengt. Ég var t.d. lengur að eiga stelpuna en mamma mín var að eiga öll sín 4 börn til samans. ;-)

Litla Skvís sagði...

Vá... úff.... áts... æji. En takk samt fyrir að skrifa þetta fyrir okkur sem að fáum aldrei nóg af fæðingarsögum.

Þykir leiðinlegt að fæðingin hafi farið svona hjá þér Sigga mín, vona að það gangi bara miklu miklu betur næst. Samt, þetta er svona eins og ævintýri, verður svolítið skelfilegt en endar svo alveg ofboðslega vel :o)

Hef heyrt góðar sögur af Ljáðu mér eyra og líst vel á að þú ætlir að drífa þig þangað.