3.2.06

Fyrir kjeellingar, lokaþáttur

Heilsufar síðan er, sem gefur að skilja, búið að vera heldur bágborið. Ég var 80 kíló þegar ég fór á fæðingardeildina en 78 þegar ég kom aftur, afmynduð af lyfjabjúg. Hann er þó allur að renna af, nú missi ég um kíló á dag. Fyrir þær sem hafa verið að velta því fyrir sér þá hef ég ekki þurft að pissa í sturtunni. ;-) Saumaskapur var með minna móti. Enda hlaut nú eitthvað að ganga vel í þessum hörmungum. Og ég er alveg farin að finna fyrir blöðrunni í mér, sennilega fylgifiskur þess að mænudeyfingin tók aldrei almennilega. En ég er með einkenni áfallastreitu, gat t.d. fyrst sofið í nótt, var annars alltaf að hrökkva upp með fæðingarmartraðir. Ég fer í dæmi sem heitir Ljáðu mér eyra eftir mánuð þar sem við förum í gegnum fæðinguna með ljósmóðurinni og ég held það veiti ekkert af. Svo við verðum nú ekki traumatíseruð fyrir lífstíð af þessu. Árni sagði fyrst að ég fengi ekki að eiga fleiri börn. Allavega að það yrði fyrirframpantaður keisari og ekkert rugl. Ég er hins vegar á því að það geti bara ekki annað en gengið betur næst. ;-)

Svo eru náttúrulega ýmsar bólgur, víðar en á geðinu. Legið hætti að dragast saman um daginn og ég þurfti að taka einhver samdráttarlyf. Brjóstagjöfin er búin að vera að fara af stað með tilheyrandi harmkvælum, en nú er framleiðsla orðin á við meðal kúabú og barnið farið að fá eins og það getur í sig troðið og rúmlega það. Svo á ég erfitt með að sitja, vegna þess að það blæddi inn á einhvern vöðva þarna á viðkvæmu svæði þannig að ég er með mar. Hlakka mest til þegar ég get hlammað mér á afturendann þar sem mér sýnist og setið þar svo lengi sem hvur vill.

En bestu fréttirnar: Er komin upp um skálastærð og bumban er á hröðu undanhaldi. Og á henni sést ekki eitt einasta slit. Svo er bara að hanga í voninni um að það sem eftir situr á rassinum á mér sé bjúgur…

Engin ummæli: